sunnudagur, mars 20, 2005
jamm...
Af hverju er "blogger sign in-ið" á japönsku (eða einhverju svoleiðis)? getur einhver svarað því. Maður er alla vega búin að læra táknin fyrir "login" og "password" á þessu tungumáli. Sniðugt. Það sem er ekki sniðugt hins vegar er að hér er að byrja að hausta, á meðan allir aðrir eru að monta sig af því að það sé að byrja að vora. Fúlt. Ég hef reyndar ekkert tíma til að njóta sólar né rigningar þar sem ég húki mest inni og reyni að læra. Hef þar af leiðandi voðalega lítið til að blogga um og er hrædd um að það verði bara lítið um blogg á næstunni. Ekki nema þið hafið gaman að "í morgun borðaði ég kornfleggs en ég gær morgun kókópoffs" Ok...ég er allavega farin að fá mér morgunmat, hef það kornfleggs.
2 ummæli:
Ég á einmitt við sama japönsku-vandamál að stríða! Skil ekkert í þessu, ef þú finnur lausn þá máttu alveg láta mig vita!
Ertu að hóta mér bloggleysi af þinni hálfu?
Skrifa ummæli