sunnudagur, mars 06, 2005

þriðji i afmæli

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar:) ég stóð við súkkulaðiátið, fór í Bon Bon og valdi mér fimm guðdómlega konfektmola. Svo sá ég lögguna bösta þrjá unglingspilta af asísku bergi brotnu (ekki að það skipti máli...mér finnst þau bara alltaf svo sakleysisleg) við búðarhnupl. Ég stillti mér upp og leit á klukkuna eins og ég væri að bíða eftir einhverjum og fylgdist með. Voða gaman. Svo sá ég stelpu, einhvern fimleikabrjálæðing, troða sér í glerkassa á miðju torgi og fólk borgaði henni svo fyrir skemmtiatriðið. Mig langaði frekar að borga henni fyrir að hætta þessari vitleysu. Troða sér í kassa?!?! Jæja, svo ætlaði ég að kaupa mér augnkrem (maður á víst að gera það þegar maður verður 25) en hugsaði málið betur og ákvað þar sem yfirleitt flestir halda að ég sé tveimur árum yngri en ég er, að bíða með augnkremið í tvö ár. Svona var sem sagt afmælisdagurinn, en við Gummi fórum á út að borða um kvöldið sem var aldeilis eftirminnilegt þar sem hann fékk heiftarlegt ofnæmiskast eftir nokkra bita af matnum, við þutum heim og hann var veikur alla nóttina. Það má alla vega segja að ég gleymi 25 ára afmælinu mínu seint:) Já, og eitt enn, við fórum á Hitch í gær...hmmm ekki búast við að Will Smith sé að gera nýja hluti. Það var vel hægt að hlægja að þessu en shit hvað hún var oft væmin og langdregin. Mér fannst gaurinn úr "King of the Queens" bjarga myndinni, og hann var reyndar mjög skondinn. Aðrir voru bara þarna.

Engin ummæli: