þriðjudagur, mars 01, 2005

Hagsyn húsmoðir

Nú er Gummi að arka heim á leið eftir fyrsta tímann í skólanum. Ég vona að honum hafi litist vel á. Ég stend mig náttúrulega vel í hlutverki hagsýnu húsmóðurinnar. Hef beðið með hárþurrkukaup hingað til en freistaðist til að fjárfesta í einni slíkri þar sem hún kostaði einungis 800 krónur! Þar að auki fylgdi bursti með. Vona að ég hafi gert góð kaup. Svo erum við búin að baka smá og erum bara voða myndó í þessu. Þetta byrjar alla vega vel en nú þarf ég að baka afmælistertu, spurning hvernig það gengur... hmmm jamm og jæja, sem sagt allt gott að frétta frá Róshæðargötu 32 í Sydneyborg. Bless og takk, ekkert snakk.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Myndarleg ertu! Hafðu það svo gott á afmælisdaginn ef ég heyri ekki í þér. Knús og kossar frá Erlu klessu og Katrínu Önnu (miniklessu)