mánudagur, mars 21, 2005
Que raro!
Ég var nýbúin að tala um það hér að bloggið væri alltaf á japönsku. Hvað haldiði? Það er allt í einu á ensku! Skrýtið, kannski Herra Bloggmundur hafi lesið síðustu færslu mína og ákveðið að gera eitthvað í þessu. Í dag var góður dagur. Ég fór, ásamt ástmanninum í klippingu en það höfðum við dregið lengi lengi. Ég kveið þessu eins og ég væri að fara til tannlæknis. Hélt þetta yrði kannski sárt. Klippingin, tjah... hún er bara svona í lagi. Kellan þurfti að stytta hárið mitt ansi mikið því það var orðið svo þurrt og slitið, ég var eins og hamflett hæna. Mér var skellt í djúpnæringu og spesjal trítment, þær áttu bara ekki til orð yfir hvað lubbinn var þurr. Ég fór að sakna Svavars míns, huhuhu maður er svo vanafastur. Nú, eftir að við losnuðum frá hárgreiðslustofunni fengum við okkur McDonalds nagga og ostborgara sem er nú engin stórfrétt, en þar á eftir fórum við í sportbúð og tótla fékk langþráða hlaupaskó frá Gumma sínum því hún er svo góð stelpa. Seinnipartinn ákvað ég að vígja töfraskóna, hélst á sæmilegu skokki í svona korter. Þá bara sprakk ég. Held ég fái strengi á morgun. Mér varð óglatt eftir skokkið og leið ekki betur fyrr en eftir hálfan snakkpoka, einn súkkulaðiíspinna, hlaupkalla og tvö sprætglös... og líður bara enn nokkuð vel. Ekki segja tannsa samt frá þessu, þetta var náttúrulega sérstakt tilfelli. Dagurinn á morgun mun samt hefjast með skokki, húrra fyrir mér:)
3 ummæli:
Má ég giska... þú varst eins og hamflett hæna og ert núna orðin eins og reyttur hænurass?
eins og talað úr mínum munni:)
isss bloggið mitt er nú enn á japönsku!!
Skrifa ummæli