Skoðanir fólks eru mjög skiptar hvað dyggðir varðar. Hógværð held ég að teljist alltaf til dyggða en getur þó orðið þreytandi í of miklum skömmtum. Eftirfarandi samtal myndi til dæmis hljóma frekar hallærislega:
tótla: Rosalega ertu klár að syngja!
Pavarotti: nei nei...láttu ekki svona
tótla: jú í alvöru talað, þú ert svakalegur söngvari, þvílík rödd!
Pavarotti: tja...maður er svona eitthvað að gaula annað slagið, ég geri bara mitt besta.
Æ ég er ekkert frábær í dæmisögum em ég held að þetta útskýri mál mitt. Mér finnst hógværð mjög fín en oft mun skemmtilegra þegar fólk er bara hreinskilið. Bobby Fischer er ekki þessi hógværa týpa; "I object to being called a chess genius, because I consider myself to be an all-around genius who just happens to play chess".
hehehe:) Hvernig er það annars, þarf hann Bobby ekki að fá sér íslenskt millinafn núna? Ég hélt að það væri þannig með íslenska ríkisborgara. Nokkrar hugmyndir:
Bobby Örn Fiscer
Bobby Olgeir Fischer
Bobby Ívar Fischer
Bobby Freyr Fischer
Bobby Tumi Fischer
Svona mætti lengi halda áfram, möguleikarnir eru endalausir fyrir strákinn. Annars er ég með fyndið lag á heilanum, hvaða lag er þetta aftur? "country road, take me home, to the place, I belong...West Virgina..." og svo framvegis. Get ekki hætt að syngja þetta lag en man ekki fleiri línur né hvaða lag þetta er. Over and out
5 ummæli:
.. framhald :).. Mountain mama... take me home" :) hehehe. Ég veit ekki hvað það heitir en það er alveg súper dúber country :O)
Það heitir bara TAKE ME HOME COUNTRY ROAD.
Later mate, ABB
Mér finnst "Freyr Fischer" koma dálítið vel út!
Já ég mundi helst vilja Bobby Örn... það er þjált og svo íslenskt eitthvað!
Gott lag líka!
hotthott Tótlan mín!
Heiðdís Hnalla
Hvað með eitthvað svona kjarngott og rammíslenskt?
Bobby Sigurhjalti Fischer
Bobby Hnallþór Fischer
Bobby Álfgrímur Fischer
Hljómar óneitanlega vel!
Skrifa ummæli