laugardagur, mars 26, 2005
"Fischer heim"
Muniði eftir "Börnin heim" baráttunni? Það er náttúrulega ekkert til að grínast með, en barátta Íslendinga fyrir "heimkomu" Fischers er farin að minna mig á Sophiu Hansen málið. Ég reyni náttúrulega að kíkja reglulega á mbl og vísi og fleiri svona síður og fyrsta orðið sem hefur komið upp í hugann á mér er GÚRKA! 50% fréttanna voru um landana Jackson og Fischer. Fischer má mín vegna koma til Íslands og líka gaman að senda BNA langa fingurinn einu sinni, en fyrr má nú aldeilis vera. Á ekki eitt yfir alla að ganga í þessum málum? Ég vona að íslensk stjórnvöld séu tilbúin til að berjast jafnhetjulega fyrir öðru fólki í samskonar vandræðum og þá dettur mér fyrst í hug hjónin sem fengu að vera lengur á landinu af því að þau eignuðust barn. Veit reyndar ekkert hver staðan er í því máli. Í gærkvöldi ákvað ég að horfa á "Fischer heim" útsendingu Stöðvar 2 á netinu og því verður ekki neitað að í gærkvöldi fékk ég mesta kjánahroll sem ég hef fengið lengi. Lendingu flugvélarinnar var lýst eins og knattspyrnuleik, "já við sjáum þarna smá díl, það eru ljós flugvélarinnar, sem er að koma yfir Akranes og ég giska á að hún lendi eftir eina tili tvær mínútur... þetta er æsispennandi" og svo seinna "Páll Magnússon, hvor megin siturðu í vélinni? geturðu vinkað okkur í glugganum?" ok, úff ég ætla ekki að rifja meira upp en þetta var eins pínlegt og hægt er, að gera langa sjónvarpsendingu, í beinni frá flugvellinum þegar Fischer lenti. Þarna voru líka sjúkrabílar og slökkviliðsbílar. Ætli flugbjörgunarsveitin, víkingasveitin og íþróttaálfurinn hafi ekki beðið þarna líka. Allir reiðubúnir ef eitthvað skyldi gerast. Mig grunar að meirihluti fólks hafi verið þarna í einhverju djóki að taka á móti blessuðum Bobby sem var varla kominn út úr flugvélinni þegar fréttamaður stöðvar 2 hálfpartinn réðst á hann með spurningum, það vantaði bara "how do you like Iceland?" Stöð 2 afrekaði þarna að ná botninum í hallærislegri æsifréttamennsku og mér er alveg sama þó þeir hafi borgað fyrir þessa rellu. Þeir fengu nægan tíma með Bobby inni í vélinni og sviku auk þess loforð við Bobby Fischer nefndina. hahaha, "Bobby Fischer nefndin"...ég bara varð að skrifa þetta orð aftur. Bobby er kominn heim á Frón, Páll Magnússon drullaði upp á bak og ég er farin að læra. Góðar stundir.
1 ummæli:
Ég er svo hjartanlega sammála þér Tótla .. allt gott og blessað við það að leyfa manninum að búa hér .. en sjónvarpstöðvarnar eru algjörlega búnar að ná rock bottom í máli!
Skrifa ummæli