sunnudagur, febrúar 27, 2005

Stormur

Í vikunni lauk ég lestur ákaflega skemmtilegrar bókar sem Hildur Edda gaf mér áður en ég hélt hingað út. Ég mæli með að þið farið bara öll og náið ykkur í Storm eftir Einar Kárason sem fyrst og njótið þess að lesa hana því eins og mig dauðlangar til að segja ykkur frá fullt af fyndum köflum úr henni og pælingum sem spruttu upp í kollinum á mér við lesturinn þá ætla ég ekki að gera það til þess að eyðileggja ekki fyrir ykkur:) Alla vega erum við Gummi bæði búin að lesa hana og hún er allt öðruvísi en allar bækur sem ég hef lesið og bara alveg frábær. Yndislega íslensk:) maður er svo mikil þjóðernisremba í útlöndum.

1 ummæli:

Dagny Ben sagði...

Já, ég fékk hana einmitt í jólagjöf í fyrra. Mjög skemmtileg bók. Líka fyndinn þessi lífsstíll hans Storms sem er svona nett séríslenskur.