þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Vandræði
Já, ég væri löngubúin að skrifa eitthvað hérna hefði ég ekki endalaust verið í einhverju stappi við bloggerinn...bölv... puff. Hvað segja Frónverjar annars? alltaf kalt? ehehhe, mér er bara frekar hlýtt sko, bara voða fínt, sól og ...hmmm hvað á ég að segja, svona 25 gráður í forsælu, já já brakandi blíða bara. Þetta er bara eins og í hitabylgjunni heima í fyrrasumar, múahahaha, aðeins betra myndi ég segja. Gummi og íslensk stelpa sem heitir Erla voru eitthvað að monta sig af þessari hitabylgju, við vorum í partýi, og sátum þar fjögur, ég, þau og ein sænsk stelpa og Gummi og erla tóku alveg Thule auglýsinguna á þetta. Ég átti bágt með mig:) In Iceland...last summer, we had like over 20 degrees for more than 3 weeks!!! og þið hefðuð átt að sjá svipinn á þeim. Ég ætla ekki að halda öðru fram en að veðrið var virkilega gott þarna í júlí/ágúst, en ef ég man rétt þá var hitametið í Reykjavík slegið...alveg 24 gráður, eða voru það 22? Man það ekki, reyndar virðast 22 gráður á Íslandi heitari en 22 á Spáni, hefur eitthvað með loftslagið að gera, en eitthvað held ég að fjarlægðin hafi gert fjöllin blá þarna. Sú sænska hló með mér. Veðrið var að vísu bjútífúl, en ég held að hitabylgjan sjálf hafi verið í um eina viku (af þremur mánuðum sem sumarið er) og ég minnist þess ekki að hafa oft klæðst stuttbuxum eða einhverju svoleiðis. Kannski svona vika sem mig rámar í að hafa verið að striplast í garðinum hjá systu þegar við vorum að mála húsið. Ísland, best í heimi!
5 ummæli:
HAhahahahah In Iceland everything is soooo best! It's the bestest! Hvernig var annars aftur brandarinn með flogaveiku gæsina? (man aldrei brandara lengur en viku) Kiss kiss til Ástralíu ;)
Halló, ég rakst á síðuna þína á síðunni hans Bogga. Varstu í MR?
Tótus: jamm ég var í MR:) og hver ert þú? :) Heiðdís: ég var að skoða krassbókina mína og þar voru nokkrir punktar frá því í fyrravor þegar þið voruð farin heim en ég sat ein eða kannski með Riikku (man það ekki) á barnum okkar, og ég skrifaði að Flogaveika gæsin og hollenski vinur hans væru að leika fyrir dansi:) Það var þessi tryllti ameríski með munnhörpuna "þeinkjú verri möts, Æ aprisíeit it", og Björgvin og Sólveig fundu upp á þessu nafni minnir mig, ég var líka búin að gleyma þessu...hehe:)
Tótla, það þýðir ekkert að vera með einhverja hógværð varðandi föðurlandið!
Annars held ég að hitinn hafi komist upp í 25 gráður, ef ég man rétt...
Þegar ég bjó á Spáni og í Þýskó var aldrei planið að gera mig breiða, ég bara þoldi ekki þegar fólk horfði á mig með vorkunnarsvip þegar ég sagðist vera frá Íslandi. Sérstaklega þegar ein frönsk kona á Spáni hálf-hreytti í mig að "hún myndi sko ALDREI vilja búa á Íslandi" og ég svaraði að bragði "Nei ég myndi sko heldur ALDREI vilja búa í Frakklandi"
-heldurðu að hún hafi ekki bara misst andlitið... in her face!
Ég er bara MRingur sem þekki Bogga...
Skrifa ummæli