miðvikudagur, júlí 21, 2004
aftur um Nylon
já, nú rataði ein nælonstúlkan á forsíðu DV í dag af því að "hún féll í öngvit á tónleikum á Akureryi þegar þær höfðu sungið tvö lög"...eða eitthvað svoleiðis. Nú vil ég alls ekki gera lítið úr veikindum telpunnar og óska henni alls hins besta en ég gat ekki á mér setið og spurði kassastrákinn í 10/11 (þar sem ég fékk að fletta blaðinu) hvor þær kynnu nokkuð meira en tvö lög hvort eð er... fliss fliss. Ég veit ekki hvað þær gera á "tónleikum" eftir að hafa raulað við trommuheilaúgáfuna af lög únga fólsins og hitt lagið. En þær hljóta að redda þessu alveg eins og Atomic Kitten getur líka reddað sér með ótal trommuheilaendurútgáfum á lögum sem voru góð áður, eins og þarna Blondie laginu. Djííí ég er ennþá sár út í Atmoic Kitten fyrir illa meðferð á tónlist. En þrátt fyrir allt þetta er ég bara nokkuð hress, Sandran mín er mætt í stutt stopp á Frón og við þurfum að vinna upp margra mánaða gossipleysi....múahahahaha....
2 ummæli:
Ertu eitthvað bitur Tótla mín yfir því að hafa ekki komst inn í Nælon? Þú ferð bara í næstu áheyrnarprufur hjá Einari Bárðar! Jú ken dú itt!
Já þær Nylonstúlkur láta ekki að sér hæða.
Einar Bárðar er náttúrulega bara pjúra selebb.
Skrifa ummæli