mánudagur, júlí 26, 2004
Beibís...
Freyr og Freyja hafa verið eitthvað á ferðinni því ákaflega mikil frjósemi virðist liggja í loftinu. Ég nenni þó ekki að telja upp allar þær óléttur og fæðingar sem ég hef frétt af hér á síðunni en vil óska öllu þessu lánsama fólki til hamingju. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn, Stubbur Stefánsson, sonur Önnu Bjarkar sætu systur er óneitanlega allra vinsælasta ungbarnið hjá mér og fer ég reglulega til hans til að dást að honum. Hann er fullkominn í alla staði, enda ekki aðeins óvenju fagur heldur líka mjög hæfileikaríkur og duglegur. Er ég orðin hátíðleg og væmin? Æ mér er alveg sama því hann er fullkominn, en það finnst mér reyndar líka um hin systkinabörnin mín:) Erla og Jónas eru líka að gera góða hluti því þau eignuðust litla snúllu 15.júlí sem ég hef ekki séð enn (ætla reyndar að kíkja á hana við fyrsta tækifæri) en orðið á götunni er að hún sé algjör krútta, löng og grönn. Hún þarf að venjast ágengni, forvitni og áhuga vinkvenna móður sinnar enda er hún fyrsta barnið í hópinn, tíhíhí:) held ég skutli einum pakka í mömmu hennar á morgun:) ciao....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli