föstudagur, júlí 09, 2004

þankagangur þórhildar

Loksins getur maður sagst hafa farið "Hálsinn". Þetta var gaman, en því miður var skyggni í mesta lagi 20 metrar eða ég veit ekki hvað þannig að ég hefði alveg eins getað verið á göngubretti og stigvél í rúma 7 tíma. Þetta var nú samt voða fínt, sérstaklega svona eftirá:) Held að mér veiti ekkert af að fara að hreyfa mig aðeins. Eftir gönguna tjölduðum við í Þórsmörk og var kvöldið hið huggulegasta en sjálf skreið ég inn í tjald í fyrra fallinu ásamt svona helmingi hópsins (bekkur Gumma). Fór samt ekki með þeim öllum í tjald. Hef svo bara verið að vinna á fullu þessa viku. María samstarfkona mín er mikill viskubrunnur og úr henni renna gullmolarnir. Til dæmis vorum við eitthvað svona að "stelputala" um daginn á rólegri vakt þegar hún sagði eitthvað á þessa leið, "nei Þórhildur mín, karlmenn eru ekkert flóknir, vinur minn sagði líka við mig um daginn að það væri ekkert erfitt að skilja hvernig karlmenn hugsa...þeir bara hugsa ekki!!!" Hef reyndar heyrt þennan áður en var samt alveg "jááááá, nú skil ég svo margt" og þá á þetta alls ekki við áðurnefndan Guðmund minn heldur bara svo marga karlmenn og hann er nú bara einn af þeim. Mér finnst ég heyra vinkonur mínar, mömmu, mágkonur, systur og bara alla nefna svipuð dæmi af svona "aulasögum" af sínum mönnum/bræðrum/sonum og þá á þetta frekar oft við, það er að þeir bara hugsa ekki en meina það samt ekki illa. ohhhh, karlmenn eru krútt:)

Engin ummæli: