miðvikudagur, mars 31, 2004

Spánn

Halló, ég er komin til Spánar, er hérna rétt fyrir utan Sevilla, hálfgert skítapleis reyndar en samt bara fínt. Ég bý ein í húsi tannig ad ef einhvern langar til Spánar, tá er ódýrt ad fljúga med Ryanair hingad, allir velkomnir. Ég er ad kenna krokkum og unglingum ad tala ensku og tau kunna ekki rass í bala! Tau vita hins vegar oll núna hvad kisan mín heitir (og bera "Gríma" óadfinnanlega fram) og hvad fjolskyldan mín heitir. Mjog dugleg ad punkta nidur nofn á íslensku, bara svo lengi sem tau turfa ekki ad tala ensku! hahaha. Jaeja, tarf ad fara ad vinna...látid heyra í ykkur.

þriðjudagur, mars 23, 2004

Mótmæli

Rétt eins og við stúdentar mótmæltum upptöku skólagjalda við HÍ í gær ætla ég að mótmæla núna. Eða nei ekki beint mótmæla, kannski ég byrji bara aftur. Ég ætla að skora á Bryndísi sem gengur undir nafninu Krullubossi hér til vinstri á síðunni, að hefja að blogga aftur. Ég vil alls ekki pína hana til bloggsins en þar sem hún hefur hvorki tilkynnt endalok Bryddarans né kvatt kóng né prest finnst mér að hún ætti að sinna lesendum örlítið betur. Bryndís er reyndar frekar upptekin kona þessa dagana, ó sei sei það vitum við öll en ég krefst þess að fá skýringu á þessu háttalagi. Ég hvet alla sem eru sammála mér í þessu að commenta um það hér á síðunni og svo látum við Bryddarann heyra það:)

mánudagur, mars 22, 2004

Spánn
Í þarsíðustu færslu minntist ég á nýtt plan sem felur í sér flugferð. Ég gleymdi svo að greina betur frá plani þessu en tja, hvernig get ég líst þessu...hmmmm.... ég er sem sagt á leiðinni til Dos Hermanas sem er borg í útjaðri Sevilla næstu helgi. Þar mun ég vera aðstoðarkennari í ensku í unglingadeild. Hehehe, spennó ha? Stefnan er að vera þar í 3 mánuði og er stelpan bara full tilhlökkunar. Það eina sem skyggir á gleðina eru tilvonandi fæðingar og útskriftir hjá nánustu fjölskyldumeðlimum en ég verð bara í stöðugu símasambandi á slíkum stundum:)
Voff
Ef einhvern langar í lítinn 9 mánaða hvolp sem fannst í Kópavogi og vantar heimili þá er bara um að gera að hringja í Leirur (held það heiti það) og spyrja um hvutta:) Honum verður lógað um helgina býst ég við ef það finnst ekkert heimili:(

miðvikudagur, mars 17, 2004

Allt að gerast
Það er bara allt að gerast í lífi mínu þessa dagana þó ég geri reyndar allt bara á mínum hraða (hægt). Ég þori ekki að tala of mikið um það ef það skildi klikka (sem sagt nýjasta planið) en svona til að segja eitthvað þá er það alveg frábært!!! NB ég er hvorki ólétt né að fara að gifta mig. Ég segi meira um leið og ég veit meira eða einfaldlega get ekki þagað lengur. Ok ég get alla vega sagt að planið felur í sér flugferð. Svo er líka allt að gerast í bílnum hjá Gumma núna en þið getið lesið meira um það hér :)

þriðjudagur, mars 16, 2004

Mér
...dettur ekkert sniðugt í hug að skrifa hér. Mun skrifa aftur næst þegar mér dettur ekkert sniðugt í hug.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Kvörtun
Undirrituð vill hér með leggja inn formlega kvörtun til veðurguðanna (með von um að þeir lesi þetta blogg) og óskar eindregið eftir því að úr þessu verði bætt hið snarasta.

Þórhildur Birgisdóttir

miðvikudagur, mars 03, 2004

24
Ég á afmæli í dag:) Kaffiboð gærkvöldsins heppnaðist vel í alla staði og átum við á okkur gat af amerískum pönnukökum með súkkulaði, bönunum, sultu, jógúrt, jarðaberjum og sírópi og ég veit ekki hvað og hvað. Dagurinn í dag hefur líka verið betri en ég átti von á. Byrjaði á að fara í klippingu og er bara frekar flott þó ég segi sjálf frá (hehe) ..kíkti til stóru systur í hádeginu sem bauð upp á kakó og kringlu og fór því næst á fund með Alþjóðanefnd sem er alltaf hressandi og já, ég ætla að hætta þessari upptalningu. Takk í dag.

þriðjudagur, mars 02, 2004

Afmæli
Í dag er fagur dagur þrátt fyrir ööööömurlegt veður. Í dag á nefnilega Herdís Lundúnamær afmæli og líka Arndís verkfræðimær en ég var einmitt full í afmæli hjá henni um helgina. Ég verð full við að rifja það upp en það var mjög hressandi og skemmtilegt allt saman. Arndís er líka svo mikill gestgjafi í sér ef það má orða það þannig. Alveg ótrúleg stúlka. Ég vil senda þeim báðum árnaðaróskir í tilefni dagsins. Í gær áttu aðrar vinkonur mínar afmæli, þær Inga Steinunn og Ingibjörg Ýr og svona mætti lengi telja. Í kvöld ætla ég að halda upp á afmæli Herdísar með því að bjóða Clueless genginu (en hún er náttúrulega í því þó hún sé reyndar fjarri góðu gamni) í kvöldkaffi. Stuð!

mánudagur, mars 01, 2004

Bíó
Ég er með smá svona bíóæði núna, fór á Something´s gotta give í gær og hún er bara mjög góð þó hún verði reyndar pínu langdregin og væmin á köflum, en þannig er lífið... hmmm. Svo kíkti ég aðeins á Óskar í nótt, hefði kannski átt að sleppa því, ætlaði aldrei að vakna en ég horfði reyndar bara í smá stund. Nú þarf maður að fara að skoða kjólana á netinu, mér sýndist Naomi Watts vera í flottum kjól. Hmmm, ok later..