Skvísukvöld
annað hvort er ég svona leiðinleg (sem er kannski ekki svo fjarri lægi) eða bara enginn að lesa bloggið mitt því það commentar enginn hjá mér. Clueless meðlimir höfðu greinilega ekkert um málið að segja. En ykkur hinum að segja (það er ef einhver er að lesa þetta) þá er Clueless sem sagt að halda upp á 7 ára afmælið sitt um helgina og plönin að skýrast. Við ætlum að borða mexikóskt! ...og ekki mexikanskt því það er enska=mexican. Ég veit ekki ennþá hvort við ætlum að horfa á myndina Clueless (1995) með táningsstjörnunni Aliciu Silverstone:)
miðvikudagur, janúar 28, 2004
þriðjudagur, janúar 27, 2004
American Style
Ég er orðin svo mikill fastakúnni á Stælnum að ég vann um daginn máltíð hjá þeim í einhverjum svona sms-leik! Það er ekki slæmt. Svo er bara almennt mikil stemning fyrir laugardagskveldinu en þá mun ég gera mér glaðan dag með Clueless. Clueless ætlar í húsmæðraorlof sumarið 2005 og erum við að safna fyrir því (peningagjafir vel þegnar sem og baðhandklæði og sólarolíubrúsar). Ég hef varið ófáum mínútunum fyrir framan tölvur að leita að ákjósanlegum áfangastöðum á netinu þó það sé svona langt í þetta og fer að kunna flugleiðir Ryan Air og Easy Jet utan að! Reyndar hef ég miklar áhyggjur af því að ég verði flutt lengst út í lönd þegar á að fara í þessa miklu ferð og langar því helst að flýta henni um eitt ár eða svo... hvernig líst ykkur á? Hvað finnst Clueless meðlimum? Hvað finnst lesendum?
Ég er orðin svo mikill fastakúnni á Stælnum að ég vann um daginn máltíð hjá þeim í einhverjum svona sms-leik! Það er ekki slæmt. Svo er bara almennt mikil stemning fyrir laugardagskveldinu en þá mun ég gera mér glaðan dag með Clueless. Clueless ætlar í húsmæðraorlof sumarið 2005 og erum við að safna fyrir því (peningagjafir vel þegnar sem og baðhandklæði og sólarolíubrúsar). Ég hef varið ófáum mínútunum fyrir framan tölvur að leita að ákjósanlegum áfangastöðum á netinu þó það sé svona langt í þetta og fer að kunna flugleiðir Ryan Air og Easy Jet utan að! Reyndar hef ég miklar áhyggjur af því að ég verði flutt lengst út í lönd þegar á að fara í þessa miklu ferð og langar því helst að flýta henni um eitt ár eða svo... hvernig líst ykkur á? Hvað finnst Clueless meðlimum? Hvað finnst lesendum?
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Janúar
Trúi ekki það sé kominn 20.janúar! Allt komið á fullt skrið í sambandi við kosningar og ætla ég að nota tækifærið og minna á hádegisfund Vöku nk fimmtudag í Lögbergi 101 um fjölmiðla. Þar ætla Ögmundur Jónasson, Gunnar Smári Egilsson og Ólafur Stephensen að tjá sig um málið... allir að mæta! Ætla ekki að tala meira um kosningar hér því þrátt fyrir að þetta sé allt saman mjög skemmtilegt og áhugavert þá nenni ég ekki að tjá mig um þetta núna. Ég vil miklu frekar tjá mig um hvað ég gleðst yfir yfirvofandi Clueless boði hjá Erlu í lok mánaðarins. Clueless eru reyndar undir linknum "strumpar" hér til hliðar. Þar mun kvennlegur klæðnaður, skart, bollur og glamúr ráða ríkjum....bravó! Reyndar eru tvær kvennfélagskvennanna búsettar erlendis og verður þeirra sárt saknað. En nú þarf ég að koma mér í vinnuna í Tungumálamiðstöð.
Trúi ekki það sé kominn 20.janúar! Allt komið á fullt skrið í sambandi við kosningar og ætla ég að nota tækifærið og minna á hádegisfund Vöku nk fimmtudag í Lögbergi 101 um fjölmiðla. Þar ætla Ögmundur Jónasson, Gunnar Smári Egilsson og Ólafur Stephensen að tjá sig um málið... allir að mæta! Ætla ekki að tala meira um kosningar hér því þrátt fyrir að þetta sé allt saman mjög skemmtilegt og áhugavert þá nenni ég ekki að tjá mig um þetta núna. Ég vil miklu frekar tjá mig um hvað ég gleðst yfir yfirvofandi Clueless boði hjá Erlu í lok mánaðarins. Clueless eru reyndar undir linknum "strumpar" hér til hliðar. Þar mun kvennlegur klæðnaður, skart, bollur og glamúr ráða ríkjum....bravó! Reyndar eru tvær kvennfélagskvennanna búsettar erlendis og verður þeirra sárt saknað. En nú þarf ég að koma mér í vinnuna í Tungumálamiðstöð.
miðvikudagur, janúar 14, 2004
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Afmæli
Á laugardaginn fór ég í 25 ára afmæli Betu en hún er sem sagt í verkfræði með Gumma og þess vegna erum við saman í saumaklúbb því þær eru svo góðar að leyfa litla spænskunemanum að vera með sér í saumó (enda hef ég mikið hangið með verkfræðinemum). Stundum gleymi ég að ég sé ekki í verkfræði og stend mig að því að nota alls konar hugtök sem ég skil ekki (nöfn á kúrsum og kennurum líka) en hefur bara síast inn. Hressandi. Þessi saumaklúbbur er svona í hressari kantinum og hér má sjá myndir úr afmælinu sjálfu. Ég var hins vegar í stuði kvöldið áður og því svona frekar róleg (miðað við hinar) þetta kvöldið eins og sést kannski á myndunum. Lengi hafði ég heyrt af hæfileikum Betu í eldhúsinu en mamma mía... þetta var ótrúlegt. Ég taldi ekki hve oft hinar fóru að hlaðborðinu en mig grunar að ég hafi farið oftast. Ég kláraði súkkulaðihúðuðu jarðaberin. mmmmmm...
Á laugardaginn fór ég í 25 ára afmæli Betu en hún er sem sagt í verkfræði með Gumma og þess vegna erum við saman í saumaklúbb því þær eru svo góðar að leyfa litla spænskunemanum að vera með sér í saumó (enda hef ég mikið hangið með verkfræðinemum). Stundum gleymi ég að ég sé ekki í verkfræði og stend mig að því að nota alls konar hugtök sem ég skil ekki (nöfn á kúrsum og kennurum líka) en hefur bara síast inn. Hressandi. Þessi saumaklúbbur er svona í hressari kantinum og hér má sjá myndir úr afmælinu sjálfu. Ég var hins vegar í stuði kvöldið áður og því svona frekar róleg (miðað við hinar) þetta kvöldið eins og sést kannski á myndunum. Lengi hafði ég heyrt af hæfileikum Betu í eldhúsinu en mamma mía... þetta var ótrúlegt. Ég taldi ekki hve oft hinar fóru að hlaðborðinu en mig grunar að ég hafi farið oftast. Ég kláraði súkkulaðihúðuðu jarðaberin. mmmmmm...
mánudagur, janúar 12, 2004
letiblogg
Þar sem ég nenni engan vegin að blogga þessa dagana langar mig að benda þeim lesendum sem enn álpast annað slagið inn á síðuna mína á mun skemmtilegri og áhugaverðari blogg en mitt. Vil ég þar fyrst nefna Siggu Víðis vinkonu mína úr Rammagerðinni. Hún er reyndar mikil Röskvukona en fín stelpa samt sem áður (hehe, smá kosningafílingur að koma í mann). Sigga mín er nefnilega stödd í Asíu, nánar tiltekið á Indlandi að kynna sér aðstæður. Hún er alveg mögnuð stúlka og ævintýragjörn með meiru (hver annar myndi skella sér til Kabúl í viku í desember?) og þið bara verðið að kíkja á síðuna hennar og lesa frásagnir og reynslusögur úr þessu ferðalagi. Annað skemmtilegt blogg er bloggið hennar Evu Láru spænskunemaskutlu sem býr í Valencia núna en var einu sinni í Kólumbíu um tíma. "Me llaman el desaparecido..." Eva Lára er þeim hæfileikum gædd að geta kynnst hverjum sem er hvar sem er og hefur það greinilega ekkert breyst þarna úti á Spáni. Mér sýnist stúlkan hafa það ákaflega notalegt og mér finnst hún alltaf vera að gera eitthvað skemmtilegt með nýju fólki:) Ég læt þetta nægja í bili, bendi á fleiri skemmtileg blogg næst þegar ég nenni ekki að blogga...hahaha
Þar sem ég nenni engan vegin að blogga þessa dagana langar mig að benda þeim lesendum sem enn álpast annað slagið inn á síðuna mína á mun skemmtilegri og áhugaverðari blogg en mitt. Vil ég þar fyrst nefna Siggu Víðis vinkonu mína úr Rammagerðinni. Hún er reyndar mikil Röskvukona en fín stelpa samt sem áður (hehe, smá kosningafílingur að koma í mann). Sigga mín er nefnilega stödd í Asíu, nánar tiltekið á Indlandi að kynna sér aðstæður. Hún er alveg mögnuð stúlka og ævintýragjörn með meiru (hver annar myndi skella sér til Kabúl í viku í desember?) og þið bara verðið að kíkja á síðuna hennar og lesa frásagnir og reynslusögur úr þessu ferðalagi. Annað skemmtilegt blogg er bloggið hennar Evu Láru spænskunemaskutlu sem býr í Valencia núna en var einu sinni í Kólumbíu um tíma. "Me llaman el desaparecido..." Eva Lára er þeim hæfileikum gædd að geta kynnst hverjum sem er hvar sem er og hefur það greinilega ekkert breyst þarna úti á Spáni. Mér sýnist stúlkan hafa það ákaflega notalegt og mér finnst hún alltaf vera að gera eitthvað skemmtilegt með nýju fólki:) Ég læt þetta nægja í bili, bendi á fleiri skemmtileg blogg næst þegar ég nenni ekki að blogga...hahaha
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Skóli
Ástandið fer að verða eðlilegt, skólinn að byrja aftur, ég er í Tungumálamiðstöð að vinna, Afmæli hjá Betu verkfræðigellu á laugardaginn og ég veit ekki hvað og hvað. Gaman að þessu. Svo vorum við Gummi svo heppin að fá kommóðu frá foreldrum hans í fyrradag (sem við völdum sjálf). Við skötuhjúin áttum skemmtileg IKEA móment saman við að setja mubluna saman. Ég fjárfesti í rúmteppi (1290 kr.-) á sama stað en Gumma tókst reyndar að bía það eitthvað út innan sólarhrings. Henti einhverjum bílavarahlut á rúmið ...ok smá ýkjur, en þetta var eitthvað sem tengdist bílnum...for kræing át lád! Áfram IKEA;)
Ástandið fer að verða eðlilegt, skólinn að byrja aftur, ég er í Tungumálamiðstöð að vinna, Afmæli hjá Betu verkfræðigellu á laugardaginn og ég veit ekki hvað og hvað. Gaman að þessu. Svo vorum við Gummi svo heppin að fá kommóðu frá foreldrum hans í fyrradag (sem við völdum sjálf). Við skötuhjúin áttum skemmtileg IKEA móment saman við að setja mubluna saman. Ég fjárfesti í rúmteppi (1290 kr.-) á sama stað en Gumma tókst reyndar að bía það eitthvað út innan sólarhrings. Henti einhverjum bílavarahlut á rúmið ...ok smá ýkjur, en þetta var eitthvað sem tengdist bílnum...for kræing át lád! Áfram IKEA;)
laugardagur, janúar 03, 2004
2004!
Gleðilegt ár allir! Síðasta vikan af árinu 2003 var gasalega notaleg og skemmtileg. ég er í löngu jólafríi, vann þess vegna frekar mikið, en var reyndar í fríi á þorláksmessukvöld. Sandra, Maggi, Gumi og ég fórum á smá tónleika þá um kvöldið, mjög huggó nema þegar við Gummi vorum að labba í bílinn, þá kastaði einhver Selfoss-tjokkóinn flösku óvart næstum því í hausinn á mér. Vitleysingur. Ef ég hefði verið skrefinu framar þá hefði ég rotast. Held ég. Svo fékk ég að sjálfsögðu ýmislegt fallegt á jólunum (og borðaði rjúpu;)) og hitti Clueless vinkonur mínar í Spa-inu hjá pabba hennar Erlu. Við (eða Kvennfélagið Stirða eins og við erum að pæla í að kalla okkur) fórum þangað að kósa okkur, æfa sundfimleika og hanga í gufu, og fórum svo þaðan á Stælinn og því næst til Elsu bókmenntaskutlu frá Stokkhólmi með meiru. Það var orðið alltof langt síðan ég hafði hitt svona mörg eintök af Clueless-vinkonum samankomnar á einum stað að ég skemmti mér alveg extra vel. Ekki amalegur félagsskapur! Ekki má gleyma Vökujólaboðinu sem var líka huggulegt og kósí. Við drukkum heitt SÚKKULAÐI (ekki kakó!!!) og borðuðum snarl með:) Yngsti Vökuliðinn í boðinu var hann Ásmundur sonur Jarþrúðar en hann fæddist í september og er því mjög ungur og efnilegur. Svo kom snjókoma á mánudegi, bravó fyrir því, svo kom einhver þriðjudagur sem ég man lítið eftir, nema jú að ég fór í Smáralind með Söndru. Svo kom gamlársdagur sem var bara fínn og nýja árið byrjaði ég svo á að passa Birgi Stein systurson minn í tvo daga. Við skemmtum okkur ótrúlega vel saman, fórum t.d. með Diljá frænku (sem er 5 ára bróðurdóttir mín) á skauta, skoðuðum litlu kisu Þórhildar og Eddu (dætur hins bróður míns fyrir þá sem eki þekkja mig og mína familíu) og horfðum á IDOL. Í kvöld borðuðum við Gvendur svo hjá Söndru og Magga en í fyrramálið halda þau til Englands. Elsa er líka að fara aftur út, og Herdís. Mér finnst þetta alltof stutt stopp hjá ykkur...huhuhu. over and out!
Gleðilegt ár allir! Síðasta vikan af árinu 2003 var gasalega notaleg og skemmtileg. ég er í löngu jólafríi, vann þess vegna frekar mikið, en var reyndar í fríi á þorláksmessukvöld. Sandra, Maggi, Gumi og ég fórum á smá tónleika þá um kvöldið, mjög huggó nema þegar við Gummi vorum að labba í bílinn, þá kastaði einhver Selfoss-tjokkóinn flösku óvart næstum því í hausinn á mér. Vitleysingur. Ef ég hefði verið skrefinu framar þá hefði ég rotast. Held ég. Svo fékk ég að sjálfsögðu ýmislegt fallegt á jólunum (og borðaði rjúpu;)) og hitti Clueless vinkonur mínar í Spa-inu hjá pabba hennar Erlu. Við (eða Kvennfélagið Stirða eins og við erum að pæla í að kalla okkur) fórum þangað að kósa okkur, æfa sundfimleika og hanga í gufu, og fórum svo þaðan á Stælinn og því næst til Elsu bókmenntaskutlu frá Stokkhólmi með meiru. Það var orðið alltof langt síðan ég hafði hitt svona mörg eintök af Clueless-vinkonum samankomnar á einum stað að ég skemmti mér alveg extra vel. Ekki amalegur félagsskapur! Ekki má gleyma Vökujólaboðinu sem var líka huggulegt og kósí. Við drukkum heitt SÚKKULAÐI (ekki kakó!!!) og borðuðum snarl með:) Yngsti Vökuliðinn í boðinu var hann Ásmundur sonur Jarþrúðar en hann fæddist í september og er því mjög ungur og efnilegur. Svo kom snjókoma á mánudegi, bravó fyrir því, svo kom einhver þriðjudagur sem ég man lítið eftir, nema jú að ég fór í Smáralind með Söndru. Svo kom gamlársdagur sem var bara fínn og nýja árið byrjaði ég svo á að passa Birgi Stein systurson minn í tvo daga. Við skemmtum okkur ótrúlega vel saman, fórum t.d. með Diljá frænku (sem er 5 ára bróðurdóttir mín) á skauta, skoðuðum litlu kisu Þórhildar og Eddu (dætur hins bróður míns fyrir þá sem eki þekkja mig og mína familíu) og horfðum á IDOL. Í kvöld borðuðum við Gvendur svo hjá Söndru og Magga en í fyrramálið halda þau til Englands. Elsa er líka að fara aftur út, og Herdís. Mér finnst þetta alltof stutt stopp hjá ykkur...huhuhu. over and out!