Aðventa
Ótrúlegt en satt en í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu! Líka ótrúlegt en satt, á morgun er 1.des og próf í viðskiptaspænsku hjá mér. Er á safninu núna að reyna að drekka í mig spænskan orðaforða sem ég hef aldrei heyrt eða þurft að nota (vei). Prófið er í fyrramálið en eftir það fer ég á 1.des hátíð stúdenta og mæli með að allir láti sjá sig. Háskólanemar ættu að hafa fengið dagskrána senda í pósti. En það kemst fátt að í kollinum á mér núna en spænskan. Gangi mér vel!
sunnudagur, nóvember 30, 2003
föstudagur, nóvember 28, 2003
gleðilegan föstudag
Jæja, ég þarf ekki að bíða mikið lengur, IDOL er í kvöld....jejejeje:) Ég hef misst af ótal þáttum. Ég reyni að horfa á IDOL þegar ég er ekki í útlöndum (hehe). Reyndar er ég bara svo ánægð með margt akkúrat núna. Í gærkvöldi var ég hins vegar ekkert svo svakalega ánægð í smástund og það bitnaði þá á Gumma sem lætur smá fýlu í stelpunni nú ekki hafa áhrif á sig. Ég held að ég hafi bara verið svöng og svo langaði mig í ís og fékk ekki ís og svona rúllaði þetta. Ég var reyndar ekkert í fýlu, bara frekar óhress. Í dag er ég hins vegar hress, enda fór ég á ánægjulegan fund (kaffi) með Páli yfirmanni í morgun ásamt öðrum stúdentaráðsliðum. Veðrið er ótrúlega fallegt og Herra Bláfjöll spáir opnun á morgun í fjallinu. Ég kemst reyndar ekki, en þetta er þó allt á réttri leið. Ég fer aðeins í tvö próf og eitt munnlegt próf, og ég kvíði þeim ekkert svo, ég er bara ánægð yfir að þetta sé að byrja. Þegar ég er búin í prófunum get ég farið að hitta vinkonurnar mínar en ég hef saknað þeirra sárt í haust, og á auk þess von á vinkonum að utan:) Elsu hef ég ekki séð síðan í maí, Söndru sá ég reyndar um daginn og Herdísi og Aldísi í september. Svakalega er Vaka samt öflug víða... rakst á þetta á netinu;)
Jæja, ég þarf ekki að bíða mikið lengur, IDOL er í kvöld....jejejeje:) Ég hef misst af ótal þáttum. Ég reyni að horfa á IDOL þegar ég er ekki í útlöndum (hehe). Reyndar er ég bara svo ánægð með margt akkúrat núna. Í gærkvöldi var ég hins vegar ekkert svo svakalega ánægð í smástund og það bitnaði þá á Gumma sem lætur smá fýlu í stelpunni nú ekki hafa áhrif á sig. Ég held að ég hafi bara verið svöng og svo langaði mig í ís og fékk ekki ís og svona rúllaði þetta. Ég var reyndar ekkert í fýlu, bara frekar óhress. Í dag er ég hins vegar hress, enda fór ég á ánægjulegan fund (kaffi) með Páli yfirmanni í morgun ásamt öðrum stúdentaráðsliðum. Veðrið er ótrúlega fallegt og Herra Bláfjöll spáir opnun á morgun í fjallinu. Ég kemst reyndar ekki, en þetta er þó allt á réttri leið. Ég fer aðeins í tvö próf og eitt munnlegt próf, og ég kvíði þeim ekkert svo, ég er bara ánægð yfir að þetta sé að byrja. Þegar ég er búin í prófunum get ég farið að hitta vinkonurnar mínar en ég hef saknað þeirra sárt í haust, og á auk þess von á vinkonum að utan:) Elsu hef ég ekki séð síðan í maí, Söndru sá ég reyndar um daginn og Herdísi og Aldísi í september. Svakalega er Vaka samt öflug víða... rakst á þetta á netinu;)
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
Amanda
Ég lýsi hér með eftir Amöndu Homewood. Ég fann "boarding cardið" hennar í vasanum á gallabuxunum mínum áðan þegar ég var að taka til í þeim. Ég fann náttúrulega ýmsa slíka miða merkta mér en líka þennan frá easyJet (flaug sjálf ekkert með þeim). Amanda átti flug 22.11 frá London til Zurich... boarding time 17:25. Hvernig endaði þessi miði í vasanum mínum, ég var ekki einu sinni á ferðalagi þegar þetta var. Ég vona að Amanda sé ekki enn á flugvellinum í London.
Ég lýsi hér með eftir Amöndu Homewood. Ég fann "boarding cardið" hennar í vasanum á gallabuxunum mínum áðan þegar ég var að taka til í þeim. Ég fann náttúrulega ýmsa slíka miða merkta mér en líka þennan frá easyJet (flaug sjálf ekkert með þeim). Amanda átti flug 22.11 frá London til Zurich... boarding time 17:25. Hvernig endaði þessi miði í vasanum mínum, ég var ekki einu sinni á ferðalagi þegar þetta var. Ég vona að Amanda sé ekki enn á flugvellinum í London.
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
laugardagur, nóvember 22, 2003
Porto Santo
Hvað er Porto Santo? bíómynd? líkjör? skemmtiferðaskip? dásamleg portúgölsk eyja undan ströndum Afríku? Tja...ég segi ekki meir. Nú fer þessu ferðalagi að ljúka og þá held ég að ég ætli ekki meira til útlanda á þessu ári a.m.k. Hef verið hér í viku á ESIB ráðstefnu, en ég hef örugglega einhvern tíma sagt hvað ESIB er. Hér eru hagsmunir stúdenta ræddir fram og tilbaka og ég var í mjög skemmtilegum vinnuhóp þar sem við veltum fyrir okkur þörfum skiptistúdenta. Veðrið hér er ljúft, ekkert svakalega heitt en bara svona notalegt, og ég afrekaði að fá mér sundsprett í sjónum. Dagskráin hefur verið nokkuð þétt en við náðum aðeins að slappa af með bjór og snakk á ströndinni einn daginn. Úbbs, nú er er hléið á fundinum að verða búið, þannig að ég þarf að hætta þessu blaðri. Á aðeins eftir um sólarhring á þessari eyju sem er lengst útí Atlantshafi (nei ekki Íslandi....finnst ég samt hafa notað þennan brandara áður).
Þetta er Þórhildur Birgisdóttir sem skrifar frá Porto Santo (næstum því Madeira)
Hvað er Porto Santo? bíómynd? líkjör? skemmtiferðaskip? dásamleg portúgölsk eyja undan ströndum Afríku? Tja...ég segi ekki meir. Nú fer þessu ferðalagi að ljúka og þá held ég að ég ætli ekki meira til útlanda á þessu ári a.m.k. Hef verið hér í viku á ESIB ráðstefnu, en ég hef örugglega einhvern tíma sagt hvað ESIB er. Hér eru hagsmunir stúdenta ræddir fram og tilbaka og ég var í mjög skemmtilegum vinnuhóp þar sem við veltum fyrir okkur þörfum skiptistúdenta. Veðrið hér er ljúft, ekkert svakalega heitt en bara svona notalegt, og ég afrekaði að fá mér sundsprett í sjónum. Dagskráin hefur verið nokkuð þétt en við náðum aðeins að slappa af með bjór og snakk á ströndinni einn daginn. Úbbs, nú er er hléið á fundinum að verða búið, þannig að ég þarf að hætta þessu blaðri. Á aðeins eftir um sólarhring á þessari eyju sem er lengst útí Atlantshafi (nei ekki Íslandi....finnst ég samt hafa notað þennan brandara áður).
Þetta er Þórhildur Birgisdóttir sem skrifar frá Porto Santo (næstum því Madeira)
föstudagur, nóvember 14, 2003
Blogglög
Undarlegt með þetta bloggsamfélag. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort fólk (þ.á.m. ég) kunni að höndla þetta. Mér finnst fólk ekkert spá hvað það talar um og leyfa sér að segja ótrúlegustu hluti sem það myndi annars ekki segja upphátt. Ég er þó ekki að segja að það ætti að setja "blogglög" eins og titillinn gefur í skyn því það ríkir ritfrelsi í Bloggheimum en það má samt ekki misnota það. Margir bloggarar hika ekki við að gefa sína skoðun, sem er svo sem í lagi, en það hræðir mig hvernig fólk virðist skrifa illa um hvern sem er. Orð mín um latínukennarann minn í MR hérna nokkrum færslum neðar voru kannski ekki falleg en þau eru náttúrulega líka sögð í gríni en það er svo auðvelt að mistúlka svona blogg. Bloggarar ættu kannski að vera tilbúnir að verja orð sín þegar þeir eru spurðir utan Bloggheima. Ég hugsi ég dragi bara orð mín um þennan ágæta mann tilbaka. Hvað finnst ykkur? Er eðlilegt að blogga illa um samborgarana (sem jafnvel álpast inn á bloggið manns) ???
svo er bara idol í kvöld:)
Undarlegt með þetta bloggsamfélag. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort fólk (þ.á.m. ég) kunni að höndla þetta. Mér finnst fólk ekkert spá hvað það talar um og leyfa sér að segja ótrúlegustu hluti sem það myndi annars ekki segja upphátt. Ég er þó ekki að segja að það ætti að setja "blogglög" eins og titillinn gefur í skyn því það ríkir ritfrelsi í Bloggheimum en það má samt ekki misnota það. Margir bloggarar hika ekki við að gefa sína skoðun, sem er svo sem í lagi, en það hræðir mig hvernig fólk virðist skrifa illa um hvern sem er. Orð mín um latínukennarann minn í MR hérna nokkrum færslum neðar voru kannski ekki falleg en þau eru náttúrulega líka sögð í gríni en það er svo auðvelt að mistúlka svona blogg. Bloggarar ættu kannski að vera tilbúnir að verja orð sín þegar þeir eru spurðir utan Bloggheima. Ég hugsi ég dragi bara orð mín um þennan ágæta mann tilbaka. Hvað finnst ykkur? Er eðlilegt að blogga illa um samborgarana (sem jafnvel álpast inn á bloggið manns) ???
svo er bara idol í kvöld:)
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
sunnudagur, nóvember 09, 2003
Latína
Kristín hundur komst að því nýlega að hún er skyld latínukennaranum okkar síðan í MR. Það finnst henni ekki gaman þar sem við því sem næst lögðum blessaðan manninn í einelti. Eða öfugt. Þetta var svona gagnkvæmt einelti. Það sem mér finnst samt verst er að hún var að komast að þessu núna, þremur árum eftir að við útskrifuðumst! Hún hefði kannski geta bætt námseinkunn. Samt ekki víst að Kolbeinn frændi stæði í slíku. Annars er ég bara á kafi í alls konar stússi þessa dagana. Þarf að fara að sækja um ökuskírteini. Mitt er á Sikiley einhverra hluta vegna. Svo langar mig í geisladisk. Langar eiginlega í alltof marga, bakkaði út úr Skífunni um daginn þegar ég var orðin ringluð. Maður ætti kannski að vígja "gula spjaldið", afsláttakort háskólanema sem passar einmitt svo vel í kortaveskið:) Mig langar meðal annars í tónlistina úr 28 days later. Átti einhver eftir að sjá hana?
Kristín hundur komst að því nýlega að hún er skyld latínukennaranum okkar síðan í MR. Það finnst henni ekki gaman þar sem við því sem næst lögðum blessaðan manninn í einelti. Eða öfugt. Þetta var svona gagnkvæmt einelti. Það sem mér finnst samt verst er að hún var að komast að þessu núna, þremur árum eftir að við útskrifuðumst! Hún hefði kannski geta bætt námseinkunn. Samt ekki víst að Kolbeinn frændi stæði í slíku. Annars er ég bara á kafi í alls konar stússi þessa dagana. Þarf að fara að sækja um ökuskírteini. Mitt er á Sikiley einhverra hluta vegna. Svo langar mig í geisladisk. Langar eiginlega í alltof marga, bakkaði út úr Skífunni um daginn þegar ég var orðin ringluð. Maður ætti kannski að vígja "gula spjaldið", afsláttakort háskólanema sem passar einmitt svo vel í kortaveskið:) Mig langar meðal annars í tónlistina úr 28 days later. Átti einhver eftir að sjá hana?
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Dottinn úr Idol
Arnar Dór var rekinn úr Idol eftir að þetta viðtal birtist við hann. ææææ, takið eftir spurningunni um hver hans mesta martröð væri...
Arnar Dór var rekinn úr Idol eftir að þetta viðtal birtist við hann. ææææ, takið eftir spurningunni um hver hans mesta martröð væri...
Nammisvín
Ég hef ákveðið að deila einu viðkvæmu máli með lesendu Tótlutjattsins. Haldið ykkur fast, ég er komin í nammibindindi! Þið sem þekkið mig vel vitið jafnframt að ég elska nammi sem er allt í lagi svo sem en það slæma er að ég hef varla stjórn á neyslunni lengur. Ég er nammisvín! Við Gummi Hlír skoruðum hvort á annað að fara í nammibindindi og setjum okkur afar raunhæf markmið: viku í senn! Allt nammi, snakk og ís (já....það er það versta) er bannað en gos og popp er leyfilegt og líka bakkelsi með súkkulaði í. Á sunnudaginn má hann svo fá sér Dorritos (ef hann vill) og ég fæ ís ef þetta tekst. Ég sé fram á að hafa efni á utanlandsferð ef ég hætti að kaupa nammi, svona eins og þegar stromparnir hætta að reykja, leggja peninginn fyrir og komast allt í einu til útlanda. Sykur er mitt nikótín. Nú ætla ég að berjast við sælgætisdjöfulinn. Þyrfti helst að hætta líka að drekka gos en ég byrja á þessu. Þetta er orðið svo slæmt að strax á öðrum degi svindlaði ég smá. Eftir langan og erfiðan dag fann ég poka af appolo lakkrís í töskunni minni (afgangur frá helginni). Eftir að hafa opnað og lokað pokanum nokkrum sinnum til að þefa af góðgætinu fékk ég mér mola. Hins vegar hef ég ekki klikkað aftur og mun ekki gera. Fall er fararheill.
Ég hef ákveðið að deila einu viðkvæmu máli með lesendu Tótlutjattsins. Haldið ykkur fast, ég er komin í nammibindindi! Þið sem þekkið mig vel vitið jafnframt að ég elska nammi sem er allt í lagi svo sem en það slæma er að ég hef varla stjórn á neyslunni lengur. Ég er nammisvín! Við Gummi Hlír skoruðum hvort á annað að fara í nammibindindi og setjum okkur afar raunhæf markmið: viku í senn! Allt nammi, snakk og ís (já....það er það versta) er bannað en gos og popp er leyfilegt og líka bakkelsi með súkkulaði í. Á sunnudaginn má hann svo fá sér Dorritos (ef hann vill) og ég fæ ís ef þetta tekst. Ég sé fram á að hafa efni á utanlandsferð ef ég hætti að kaupa nammi, svona eins og þegar stromparnir hætta að reykja, leggja peninginn fyrir og komast allt í einu til útlanda. Sykur er mitt nikótín. Nú ætla ég að berjast við sælgætisdjöfulinn. Þyrfti helst að hætta líka að drekka gos en ég byrja á þessu. Þetta er orðið svo slæmt að strax á öðrum degi svindlaði ég smá. Eftir langan og erfiðan dag fann ég poka af appolo lakkrís í töskunni minni (afgangur frá helginni). Eftir að hafa opnað og lokað pokanum nokkrum sinnum til að þefa af góðgætinu fékk ég mér mola. Hins vegar hef ég ekki klikkað aftur og mun ekki gera. Fall er fararheill.
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Tómatar
Ég hef gert könnun á tómötum sem maður fær í tilbúnum samlokum (t.d. Sóma) og bara á kaffihúsum yfirleitt. Hvernig stendur á því að maður fær alltaf bara endana (með þessu græna)??? Hvað gerir samlokugerðarmaðurinn við innvolsið úr tómatinum? Ég held þeir skeri endana, setji á brauðið og borði rest.
Ég hef gert könnun á tómötum sem maður fær í tilbúnum samlokum (t.d. Sóma) og bara á kaffihúsum yfirleitt. Hvernig stendur á því að maður fær alltaf bara endana (með þessu græna)??? Hvað gerir samlokugerðarmaðurinn við innvolsið úr tómatinum? Ég held þeir skeri endana, setji á brauðið og borði rest.
mánudagur, nóvember 03, 2003
Nerd...
hmmm hér er mynd af umræddri Hrekkjavöku sem ég talaði um í næstu færslu...á undan sko. Hérna erum við Hildur Edda svo, rétt nýkomnar og í stuði. Það var svolítið erfitt að vera svona fyrstur á staðinn í búning. Gummi segir að ég sé bara eins og fermingarstelpa eða eitthvað á þessari en þarna er ég greinilega farin að fækka fötum og búin að lána Harry Potter gleraugun mín. Takið eftir gardínugreiðsunni á mér:)
hmmm hér er mynd af umræddri Hrekkjavöku sem ég talaði um í næstu færslu...á undan sko. Hérna erum við Hildur Edda svo, rétt nýkomnar og í stuði. Það var svolítið erfitt að vera svona fyrstur á staðinn í búning. Gummi segir að ég sé bara eins og fermingarstelpa eða eitthvað á þessari en þarna er ég greinilega farin að fækka fötum og búin að lána Harry Potter gleraugun mín. Takið eftir gardínugreiðsunni á mér:)
laugardagur, nóvember 01, 2003
Hrekkjavaka
Í gær gerði ég svolítið skemmtilegt. Ég fór á Hrekkjavöku sem félag erlendra nema stóð fyrir í Hressingarskálanum. Ég hafði lítinn tíma til að spá í búningum, en var á endanum skólastelpa (sem ég og er). Það var lítið mál. Var bara í hvítri skyrtu og með útskriftabindið hans Gumma, í skólabúningspilsi sem ég keypti einhvern tíma á Spáni og undirpilsi sem ég notaði hér i den og hnésokkum sem ég notaði líka í den. Ótrúlegt að finna þetta samt. Svo setti ég slaufu í hárið og var með kringlótt nördagleraugu sem ég fékk í Hókus Pókus og þau gerðu útslagið:) Mæting var nokkuð góð og það koma mér á óvart hversu margir voru í búning. Ég skemmti mér rosalega vel en eftir að ég kom á Felix var bara eins og slokknaði á stuðinu (skrýtið!). Held samt að það hafi ekki verið bara Felix að kenna, ég var orðin svakalega þreytt... eða kannski "þreytt". hmmm. Hildur Edda alþjóðafulltrúi var jóker. Hún hefur eflaust verið best skóuð á svæðinu enda í rauðum dansiskóm frá Spáni. Ég held hún hafi ekkert dottið eða brotið sig þetta kvöldið... alla vega ekki enn þegar ég kvaddi hana, en eins og flestir vita þá hafa dansgólf og hælaháir skór ekki alltaf reynst Hildi hliðhollir. Segi ekki meir, takk:)
Í gær gerði ég svolítið skemmtilegt. Ég fór á Hrekkjavöku sem félag erlendra nema stóð fyrir í Hressingarskálanum. Ég hafði lítinn tíma til að spá í búningum, en var á endanum skólastelpa (sem ég og er). Það var lítið mál. Var bara í hvítri skyrtu og með útskriftabindið hans Gumma, í skólabúningspilsi sem ég keypti einhvern tíma á Spáni og undirpilsi sem ég notaði hér i den og hnésokkum sem ég notaði líka í den. Ótrúlegt að finna þetta samt. Svo setti ég slaufu í hárið og var með kringlótt nördagleraugu sem ég fékk í Hókus Pókus og þau gerðu útslagið:) Mæting var nokkuð góð og það koma mér á óvart hversu margir voru í búning. Ég skemmti mér rosalega vel en eftir að ég kom á Felix var bara eins og slokknaði á stuðinu (skrýtið!). Held samt að það hafi ekki verið bara Felix að kenna, ég var orðin svakalega þreytt... eða kannski "þreytt". hmmm. Hildur Edda alþjóðafulltrúi var jóker. Hún hefur eflaust verið best skóuð á svæðinu enda í rauðum dansiskóm frá Spáni. Ég held hún hafi ekkert dottið eða brotið sig þetta kvöldið... alla vega ekki enn þegar ég kvaddi hana, en eins og flestir vita þá hafa dansgólf og hælaháir skór ekki alltaf reynst Hildi hliðhollir. Segi ekki meir, takk:)