fuglar og gönguferðir
Gríma mín hefur framið sitt fyrsta fuglamorð (og vonandi síðasta ef hún stendur við loforðið sem hún gaf mér). Vitni hafa ekki gefið sig fram, sem betur fer ekki, en ég tek þetta dálítið nærri mér. Reyndar er hún að þessu fyrir okkur, enda agalega stolt og montin að færa okkur fugl á grillið. Gummi sagði að grey fuglinn hefði enn verið volgur þegar hann tók hann af Grímu, voðalega fallegur þröstur. uhuhuhu. Helgin var fín, fór í tvær útskriftarveislur, fyrst hjá Guðrúnu Jóns og svo til Herdísar. Það var skemmtun góð og margt um manninn, ég dreypti á hvítvíni og sangríu, ekki slæmt kvöld ha? mjög huggulegt allt saman. Tók stefnuna svo á bæinn og hékk í asnalegri biðröð fyrir utan Hverfisbarinn ble ble ble... sem ég var alfarið á móti að gera þar sem mér finnst asnalegt að standa (lengi) í röð inn á einhvern dýran snobbstað þegar maður getur skemmt sér alveg jafnvel á Feita dvergnum eða eitthvað af því að maður er með skemmtilegu fólki. Ég er sem sagt á móti biðröðum, sérstaklega ef þær eru langar en ég lét undan hópþrýstingi:) Hverfisbarinn var frekar troðinn af subbulegu tjokkoliði en ég skemmti mér engu að síður mjög vel þar fyrst ég var komin. Dansaði og allt, og innan um sætabrauðsdrengi og smápíur með gelneglur leyndist fullt af góðu og skemmtilegu fólki. Góð skemmtun, nema þegar einhver helti bjór á fínu jakkakfötin hans Gumma og hann varð reiður og þegar einhver sparkaði svo fast í mig að ég finn enn til.
Annars held ég að ég hafi bara átt enn betra kvöld í kvöld, fór með 6 frábærum stúlkum sem allar eru jafnréttissinnaðar (heitar umræður, kannski ekki allir að fatta) í kvöldgöngu að Tröllafossi. ég fór meira að segja í fjallgönguskónum mínum. Rosalegt. Við erum svona klúbbur núna, þeir sem vilja koma með í skemmtilegar göngur í sumar bara láta mig vita. Takk!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli