sunnudagur, desember 29, 2002
"Ég fæ jólagjöf..." tralalala, jæja gleðilega hátíð allir. Ég vona að allir hafi fengið eitthvað í gogginn, haft það notalegt og jafnvel fengið pakka. Ég fékk þetta allt. Þurfti ekki einu sinni að skipta neinni gjöf, hehehe. Neibbs, fékk ýmislegt nytsamlegt og fallegt og annað ópraktískt og rosalega fallegt. Undir hvorn hópinn fellur súkkulaði? þann fyrri ekki satt? Ég vakna um miðjan dag þessa dagana og fer að sofa aftur við sólarupprás, eða þannig sko. Og þegar ég er vakandi þá er ég of löt til að gera nokkuð svo ég bara kósa mig á nýju náttfötunum, þangað til ég fer að sofa. Fór á Stellu í framboði í bíó, fín mynd, örlítil vonbrigði samt, erfitt að toppa Stellu í orlofi. Það fúlasta var samt að þegar myndin var að byrja aftur eftir hléið þá klikkaði starfsmaður Sambíóa á að setja hljóðið á, svo að fyrstu 3 mínúturnar eða svo eftir hlé voru með bara einhverri músík. Arg, og maður búinn að borga 1000 kr. (eða alla vega kærastinn sko, nógu slæmt samt, fyrir hann) og svo missir maður af einum brandara! Á þeirri stundu var ég harðákveðin að hringja í Dagblaðið, "Örg húsfreyja úr austurbænum hringdi: Á annan í jólum gerðum við hjónaleysin okkur glaðan dag og skelltum okkur á íslenska bíómynd í kvikmyndahúsinu í Álfabakka, myndin átti sín ágætu móment og brandara en þó get ég ekki á mér setið og vil því koma á framfæri óánægju minni. Starfsmenn voru augljóslega ekki á verði þegar myndin átti að byrja aftur eftir hlé, og gleymdu að skrúfa upp í voljúminu! þess má einnig geta að sýnd voru brot úr öllum kvikmyndum sem væntanlegar eru í sýningarsalina næstu misseri. Mér finnst það dónaskapur að láta trygga gesti íslensku kvikmyndahúsanna borga offjár fyrir miðann, og þar að auki láta þá sitja undir leiðinlegum auglýsingum í 20 mínútur eftir að myndin á að byrja. Til að toppa allt saman er myndin "slitin í tvennt" svo fólk geti keypt meira nammi til að gúffa í sig. Óþolandi! Ekki furða að við séum of feit." Kannski ég bara hringi í alvöru og kvarti, gaman að fá sitt álit á þessari dellu í lítinn hliðardálk á sömu blaðsíðu og spurning dagsins! ok ok ok, ég er róleg. Ætli þetta sé ekki síðasta bloggið mitt á þessu ári, því herrans ári 2002 þegar Bloggið tröllreið öllum, nei...öllu meina ég. úbbs...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli