Las Tótlas
Góðan dag og gleðilega hátíð. Í dag er jú 1.desember og fögnum því að sjálfsögðu að 84 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullveldi, 1.des 1918 (Frostaveturinn mikla, smá fróðleikur). Ég var í sérstakri nefnd til að skipuleggja daginn en þið getið lesið meira um það hér. Við fórum í messu guðfræðinema í morgun, lögðum því næst blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar og þá tóku við hátíðarhöld þar sem forsetinn var heiðursgestur. Ég er reyndar á hraðferð því ég er einmitt á leiðinni á Bessastaði í smá kaffiboð, ekki dónalegt, ha? En ég vil benda ykkur á merkilegan hlut, man reyndar ekki hvort ég hafi sagt ykkur það áður en þessi stúlka heitir Þórunn og er kölluð Tótla eins og ég, hún bloggar og mæli ég með því að þið kíkið á þetta. Segið mér svo hvort ykkur finnist síðan eithvað kunnugleg:) Best samt að drífa sig í kaffiboðið, ég er að vonast til að Dorrit hafi bakað enska jólaköku:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli