miðvikudagur, desember 04, 2002

FLIPP
"Flipp; athöfn eða framkvæmd án skýrra markmiða eða skipulags. Sbr; þessi Englandsferð var bara eintómt flipp
Svo er orðið "flipp" skilgreint í nýju orðabókinni, og á það vel við nú þegar ég er á leið til New York. Jú jú, stúlkan ákvað bara að skella sér til Nueva York að heimsækja Ally, ameríska vinkonu sem býr á Manhattan. Hún var með mér í bekk í háskólanum á Spáni og heimsótti mig til Íslands í fyrravor. Ég lofaði náttúrulega að koma líka að heimsækja hana, svona hlutur sem maður segir en veit svo ekkert hvenær hann verður framkvæmdur. Svo ákvað ég barasta að standa við stóru orðin, og fer seinnipartinn á morgun. Nú er ég hins vegar að læra á fullu og að sjálfsögðu ekkert byrjuð að undirbúa ferðina, hvað þá pakka, hohoho, hver þarf að pakka? Ciao

Engin ummæli: