bloggstíflan losnar
Lítið hef ég bloggað undanfarið sökum anna, hugmyndaleysis og almennrar leti. Nú vil ég hins vegar nota tækifærið og benda á að vinkona mín hún (Arna) Vala hefur bæst í bloggarahópinn. Velkomin til Bloggheima Vala mín. Eins og þið sjáið ef þið kíkið á þessa síðu hugsar hnátan mikið um form og lögun og svoleiðis dót, enda stefnir hún á arkitektúrinn. Vala á heima í Eskihlíð með Dögg. Annars hefur helgin bara verið bærileg, fór í heimsókn í gær með mömmu og var bara svona að slæpast allan daginn. Fór með Stebba máF á kosningarskrifstofuna hans Sigga Kára og hef þar með farið á tvær slíkar samkomur því ég leit um daginn til Soffíu. Ungt og efnilegt fólk í Sjálfstæðisflokknum þar á ferð. Þegar ég var svo á leiðinni í háttinn ákvað ég að kíkja í haustfagnað Svavars og Simba á Astró. Við Gummi Hlír bara rétt litum inn í klukkutíma, hitti þar hana Bryndísi sem er ávalt í stuði. ok búin í dag. Ég skora á þann sem verður gestur númer 2000 á tótlutjattið að láta mig vita via shout-out. bara gaman að vita svoleiðis:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli