híhíhíhí
Jemin eini, gaman að sjá svona hverjir eru að lesa bloggið manns, því ég held alltaf að aðeins nánustu vinkonur mínar lesi það, var að velta því fyrir mér hvort mér væri óhætt að segja "prump" og slík orð hérna, því ólíkt sumum bloggurum (nefnum engin nöfn) þá vil ég ekki vera litla ljúfa Tótla dags daglega en fokkin' sjitt kúl Tótla töffína (sem köttar krappið...eða hvað það heitir annars) þegar ég blogga. Hmmm, nei ég kýs að vera einlæg. En fyrst ég er byrjuð að röfla þá vil ég segja frá því að næst komandi miðvikudagskvöld, ekki á morgun heldur hinn, þá ætlum við öll í Stúdentakjallarann að drekka kaffi, eða bjór og kósa okkur. Og það sem meira er, við ætlum að ræða dálítið sem ég hef áður rætt hér á röflsíðunni minni...raunveruleikasjónvarp!!!. jibbí jibbí. Ég og hún Soffía Vökustalla mín stöndum fyrir málstofu um þetta sívinsæla efni, og verður þetta svona á léttu nótunum, tökum bara kaffihúsastemninguna á þetta. Ég er næstum því viss um að Hálfdan úr "Djúpu lauginni" á Skjá einum ætli að koma og svo koma hressar stelpur úr Bríeti, og fleiri...þetta er allt saman að skýrast. Svo endilega mætið upp úr 21 á miðvikudagskvöldið á Stúdentakjallarann og látið skoðanir ykkar á Survivor, Temptation Island og hinum þáttunum í ljós, eða bara til að hlusta á skemmtilegar pælingar annarra um siðferði og skemmtanaiðnaðinn. Elsa súpergella var að benda mér á að íslensku minni fer hrakandi (er rétt að segja það?) og stafsetningu líka. Elsa hefur rétt fyrir sér og mér þykir þetta leiðinlegt. Ég bið ykkur því að líta framhjá því (ekki yppsilon þar!) og hafa í huga að ég er að læra þrjú erlend tungumál. Ég reyni að vanda mig, en hef samt ekkert svo miklar áhyggjur því þó stafsetninginn sé ekki sú besta þá kann ég ýmislegt annað. Mér settur ekkert sniðugt í hug akkúrat núna, en ég læt ykkur samt vita. Inga Steinunn spurði hvort hún fengi verðlaun fyrir að vera gestur númer 2010... tja... ég veit ekki hver þau ættu að vera, Inga ertu með eitthvað sérstakt í huga eða??? ég skal syngja fyrir þig næst þegar ég hitti þig. Og hvernig væri að fara að rífa heimasíðuna upp úr þessu skammdegisþunglyndi Inga Steinunn! sussu svei. Takk í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli