Hvað er að frétta? frekar fátt svo sem. Börnin bókstaflega hrúgast í kringum mig, já já meðgöngu líkur víst með fæðingu og nú eru ansi margar vinkonur orðnar mömmur. Mín meðganga gengur vel nema ég þarf að vera róleg og vinn því ekkert svo mikið.
Það er hálfgerð gúrkutíð eins og stendur hjá mér en ekki hægt að segja það sama um íslenska fjölmiðla sem hljóta að detta í það daglega til að fagna viðburðarríkum degi. Þvílíkt og annað eins drama sem hefur verið í gangi, gjörsamlega búið að grilla Villa (hann sá reyndar um það sjálfur að hluta til) og fólk nær ekki andanum af æsingi. Held reyndar að innan við 10% borgarbúa skilji þetta REI mál. Ég á í basli með það og svo finnst mér þegar talað er við "fólkið af götunni" í fjölmiðlum eins og það viti bara sjaldnast nokkuð í sinn haus. Það styður sitt lið (sama hvaða lið það er) og er skúffað og foj og ég veit ekki hvað og hvað en veit samt varla af hverju. Ég held ég sé sátt í Kópavoginum nú þegar þessir prakkarar í Rvk taka sig saman og skíta allir saman upp á hnakka. merde!
miðvikudagur, október 17, 2007
laugardagur, október 06, 2007
Húsmóðirin og börnin í Afríku.
Í dag straujaði húsmóðirin á meðan hún horfði á "How to steal a million" með Audrey Hepburn og Peter O'Toole. Setti líka í nokkrar vélar, hamaðist á ryksugunni og þannig mætti lengi telja. Aðeins um 7 vikur í að ég stækki fjölskylduna og meira en nóg eftir að gera í kotinu. Ótrúlegt hvað það safnast saman " í lokin". Mér finnst ég vera stanslaust að og samt gerist þetta hægt. Ég hreyfi mig svo sem ekkert hratt þessa dagana.
Að öðru, sem er mun mikilvægara en húsmóðurstörfin: Arndís Ósk vinkona mín (linkur hérna niðurfrá) er stödd í Namibíu þar sem hún vinnur núna í nokkra mánuði. Hún fékk þá snilldarhugmynd að fá okkur vinkonurnar í lið með sér til styrkja einhver verkefni þarna þar sem hún er stödd. Sem dæmi má nefna að á leikskólunum þarna eru ekki til nein leikföng. Nú ætlum við að leggja á reikninginn hennar smá upphæð svo hún geti sjálf farið og keypt dót handa börnunum. Hún er reyndar með ótal hugmyndir að svona verkefnum enda á nógu að taka, en mér finnst svo sniðugt að hún geri þetta þá sér maður líka í hvað peningarnir manns (sem annars hefðu jafnvel farið í bíóferð, tímarit eða bara nammi...) fara. Því miður eru flestir hættir að lesa tótlutjattið eftir að ég kom heim frá Sydney en ég vildi samt benda á þetta og vona að einhverjir sem lesa síðuna vilji líka taka þátt í þessu og geti jafnvel sagt sínum vinum frá þessu. Þið komist í samband við Arndísi í gegnum síðuna hennar og getið líka sent mér línu:) Koma svo fólk!!!! Jæja, ætla að fá mér nammi, hvort eð er búin að kaupa það:)
Að öðru, sem er mun mikilvægara en húsmóðurstörfin: Arndís Ósk vinkona mín (linkur hérna niðurfrá) er stödd í Namibíu þar sem hún vinnur núna í nokkra mánuði. Hún fékk þá snilldarhugmynd að fá okkur vinkonurnar í lið með sér til styrkja einhver verkefni þarna þar sem hún er stödd. Sem dæmi má nefna að á leikskólunum þarna eru ekki til nein leikföng. Nú ætlum við að leggja á reikninginn hennar smá upphæð svo hún geti sjálf farið og keypt dót handa börnunum. Hún er reyndar með ótal hugmyndir að svona verkefnum enda á nógu að taka, en mér finnst svo sniðugt að hún geri þetta þá sér maður líka í hvað peningarnir manns (sem annars hefðu jafnvel farið í bíóferð, tímarit eða bara nammi...) fara. Því miður eru flestir hættir að lesa tótlutjattið eftir að ég kom heim frá Sydney en ég vildi samt benda á þetta og vona að einhverjir sem lesa síðuna vilji líka taka þátt í þessu og geti jafnvel sagt sínum vinum frá þessu. Þið komist í samband við Arndísi í gegnum síðuna hennar og getið líka sent mér línu:) Koma svo fólk!!!! Jæja, ætla að fá mér nammi, hvort eð er búin að kaupa það:)
fimmtudagur, september 20, 2007
Suomi
Eins og svo margir reyni ég að heimsækja einn nýjan stað í veröldinni á hverju ári. Það gengur reyndar vonum framar og í raun gæti ég hætt að ferðast í nokkur ár því ég á svo marga punkta inni. En það kemur náttúrlega ekki til greina. Í vor fór ég til dæmis til Rómar og Pompei, svo tóku uppköstin við og þá fór ég ekki lengra en fram á baðherbergi svo vikum skipti en þar sem ég er löngu orðin hress var kominn tími á nýtt ferðalag og ákváðum við hjónaleysin að skella okkur til Finnlands og taka út ný heimkynni Völunnar minnar. Held þetta hafi verið ein besta hugmynd sem ég hef fengið lengi því þetta vikufrí var eins og frí gerast best. Mikil hvíld (held að metið hafi verið 12 tíma svefn), frábær félagsskapur (Vala og Aleksi, en þau voru svo höfðingleg að bjóða okkur bælið sitt), margt nýtt að sjá (hvorugt hafði komið áður til Finnlands) og nóg af bjór fyrir Gumma minn. Við leigðum bíl og keyrðum til Kristinakaupunki en Aleksi er þaðan. Gistum eina nótt á heimili foreldra hans sem hlýtur bara að vera eins finnskt og það gerist. Hreindýrahorn upp á vegg, saunakofi á lóðinni þeirra og nokkrir metrar þaðan út í vatnið (eða sjóinn ef út í það er farið). Held eg hafi sjaldan séð jafnmikla gæsahúð og þegar Gummi var að fara beint úr saununni ofan í kalt vatnið. Ég let mér nægja að horfa á enda held ég að erfinginn hefði ekki fílað svona snöggar hitabreytingar. Ahhh ég elska það þegar maður hefur góða og gilda afsökun til að sleppa við eitthvað sem maður virkilega þorir ekki að gera.
Helsinki var falleg og þægileg yfirferðar fyrir óléttu konuna sem hefði ekki fílað mannmergð stórborgar í þessu ástandi. Borgin er falleg, lítil og afslöppuð. Búðirnar voru skannaðar og stelpuhagfræðin kom sér stundum vel ("ef við kaupum meira fáum við meira í tax-free"). Fórum á sveittan finnskan veitingastað fyrsta kvöldið, þeirra útgáfa af Hard Rock Café býst ég við en í stað áritaðra mynda af Hollywood stjörnum, gullplatna og hljóðfæra var þessi staður eins og musteri Zetor traktora. Þarna voru gamlir Zetor traktorar út um allan staðinn og meira að segja zetorvörur seldar á staðnum. Við skulum orða það þannig að það hafi verið einn eða tveir finnskir hillbillar á staðnum:)
laugardagur, ágúst 18, 2007
Radio ga-ga
"Hæ, Ásgeir í tölvulistanum hér". Hmmm... hvaða útvarpshlustandi er ekki orðinn þreyttur á Ásgeiri í tölvulistanum? Ég hef lengi haft gaman af auglýsingum og pæli nokkuð mikið í þeim sem er kannski spes, eða kannski ekki svo spes. Annað dæmi um lélegar auglýsingar eru Dominos auglýsingarnar. Hræðilega illa heppnaðar allar saman! En dæmi um góðar auglýsingar sem mér finnst alltaf jafnfyndnar eru Lottóauglýsingarnar með Lýð og Glitnis maraþonauglýsingarnar. ódýrar en alltaf jafnsniðugar.
Menning
Menningartótla spókaði sig í menningarmiðborginni í dag. Veit reyndar ekki hversu menningarleg ég var í raun og veru, hitti fjölskylduna, fylgdist með hlaupinu (er það menning?), snæddi smörrebröd á Jómfrúnni með gömlu (dönsk matarmenning!), keypti tískublað í Iðu (hönnun er menning) og rölti svo upp Skólavörðustíginn. Bærinn iðaði af lífi og mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég ætla að kíkja aftur í bæinn í kvöld. Áfram menning!
Menning
Menningartótla spókaði sig í menningarmiðborginni í dag. Veit reyndar ekki hversu menningarleg ég var í raun og veru, hitti fjölskylduna, fylgdist með hlaupinu (er það menning?), snæddi smörrebröd á Jómfrúnni með gömlu (dönsk matarmenning!), keypti tískublað í Iðu (hönnun er menning) og rölti svo upp Skólavörðustíginn. Bærinn iðaði af lífi og mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég ætla að kíkja aftur í bæinn í kvöld. Áfram menning!
sunnudagur, júlí 29, 2007
Sumarblogg...
Þvílíkt sumar! Er ljótt að þakka fyrir gróðurhúsaáhrifin? já ég ætla að sleppa því og láta sem ég haldi að það sé hrein tilviljun hvað veðrið hefur verið dásamlegt í Reykjavík í sumar:) ahhhh. Ég er með kúlu framan á mér sem ég er orðin mjög montin af, 8 vikna samfelldri "ælupest" lauk í byrjun júní og síðan þá hef ég verið nokkuð spræk í vinnunni, svona miðað við hvernig þetta byrjaði allt saman. Í áðurnefndri kúlu býr lítill strákur sem ætlar að búa þar fram í lok nóvember. Við Gummi erum orðin mjög fullorðins hérna í Kópavogskotinu okkar og ég skelli stundum í speltbrauð þegar vel liggur á mér. Sjálfri finnst mér ég nokkuð efnileg verðandi húsmóðir. Og þó, ...lofa engu. Ég kann til dæmis ekki að nýta afganga og gera girnilegan kvöldmat úr því sem finnst í ísskápnum svona einn tveir og bingó. Mér finnst það vera nokkuð sem hver almennileg húsmóðir þarf að kunna. Mamma og pabbi voru í mat áðan. Þegar þau voru farin henti ég afganginum af kjötinu (en geymdi reyndar annað) ...ekki segja múttu!
fimmtudagur, júní 28, 2007
Kryddpíur!
Ætli nýtt Kryddpíuæði sé í uppsiglingu? Er búin að horfa nokkrum sinnum á Reuters klippuna á mbl.is þar sem þær koma saman í dag til að tilkynna heimsbyggðinni endurkomu sína. Ég bara kemst ekki yfir það hvað Victoria ofpósar alltaf. Þetta er hrikalegt, ahahaha! alveg ógeðslega fyndið reyndar, og skemmtilegast að henni skuli finnast þetta flott. Held að ekkert súpermódel myndi pósa svona svakalega í myndatöku. Ég elska Victoriu. Kjöööööt!
þriðjudagur, júní 26, 2007
Allt í drasli!
Sá byrjunina á "How clean is your house" á Skjá einum áðan og ég neyddist til að skipta um stöð. Mér varð svo flökurt... Gat alveg ímyndað mér lyktina heima hjá gaurnum. Talandi um vonda lykt (sem ég er mjög viðkvæm fyrir þessa dagana) ...ég sá á blogginu hennar Ingu Steinu að það sé bara svita og prumpufýla á Oliver þessa dagana. Er þetta satt? Geta fleiri djammarar staðfest þetta? Ojbarasta!
þriðjudagur, júní 12, 2007
Loðið
Við erum með loðna hefðardömu í pössun hér í nýja kotinu okkar á meðan fjölskyldan hennar skemmtir sér í Stóra Eplinu. Sama hvernig ég þurrka af og ryksuga og þá skilur þessi hálfpersneska dama, Skotta, eftir sig loðna slóð út um allt! Ég elska ketti en þetta er of mikið! og á þessum þremur sólarhringum hefur hún tvisvar næstum náð að stökkva fram af svölum/glugga og við búum á annarri hæð, og tvisvar hefur hún verið nálægt því að kveikja í bossanum sínum því hún vill helst sitja á eldavélinni...en þá kviknar sjálfkrafa á hellunum. Fjúff, ég verð fegin þegar ég skila henni ótjónaðri þó ég eigi að sjálfsögðu eftir að sakna hennar líka. Mjá.
föstudagur, júní 08, 2007
Paris

fimmtudagur, júní 07, 2007
Afþreying frh.
Eruð þið búin með bókina og myndina? Þá sting ég upp á perezhilton.com ...og þegar þið eruð komin með of mikið samviskubit yfir að lesa tilgangslaust amerískt slúður lesið þá Flugdrekahlauparann sem er mun gáfulegra og menningarlegra. Ég er að lesa hana núna, en stundum verð ég að leggja hana frá mér þegar ég verð of sorgmædd. Dæs.
sunnudagur, júní 03, 2007
Afþreying
Þið sem vitið ekkert hvað þið eigið af ykkur að gera á svona rigningardögum hafið um tvennt að velja: leigja "Running with Scissors" eða lesa "Leyndardómur Býflugnanna". Ég myndi gera bæði. Hef horft á nokkuð margar myndir undanfarið, og líka lesið margar bækur síðustu vikur þar sem ég hef ekki verið í ástandi til að hoppa um víðan völl og þetta tvennt situr eftir og ekki orð um það meir.
föstudagur, apríl 27, 2007
Það er komið sumar....
Þá hefur sumarið ruðst inn á landsmenn með tilheyrandi roki og rigningu og því ekki seinna vænna en að koma sér í sumargírinn; finna til sandala, sumarkóla, bermúdabuxur og brennibolta. Svo hættum við snemma að vinna á föstudögum ef við mætum á annað borð, grillum í mildri kvöldsólinni og skemmtum okkur svo úti í leikjum. Það er um margt að velja; teygjó, snú-snú, "yfir", brennó, og ein króna. Sumir vilja meira fútt annað slagið og hef ég því ákveðið að halda blautbolakeppni og leðjuslag fyrstu helgina í júní. Einungis stelpum er boðið. Það eru fjórir riðlar, A, B, C og D og geta keppendur svalað þorstanum með suðrænum kokteilum á milli atriða. Það verður útiklefi í garðinum til að skola af sér mestu leðjuna og vinda bolina. Ég lofa að aðstaða verður til fyrirmyndar; Exton sér um tækjabúnað (Gloria Estefan og Cyndi Lauper músík mun virkilega fá að njóta sín), stóra Kringlusjónvarpið mun tryggja að allir gestirnir geta fylgst með hinum keppendum og keppendur úr Herra Ísland munu hrista kokteila ofan í dömurnar. Skráning í keppnina fer fram hér á tótlutjattinu og þið hafið allan maímánuð til þess að tryggja ykkur þátttökurétt. Voilá!
mánudagur, febrúar 26, 2007
Slúðurþorsti
Hvað er fréttnæmast á Íslandi í dag? Um hvað er rætt á kaffistofum landsmanna? Er það "vonandi" lækkandi matvöruverð? Eða komandi kosningar? Tilraunir Írana með auðgun úrans? Neibb! Heitustu málin, alla vega í síðustu viku voru túristar sem okkur á svo skammarlegan hátt tókst að fæla frá landinu með afskiptasemi okkar af umræðuefninu á ráðstefnunni þeirra. Nei, bíddu við... við gerðum enn betur og beinlínis bönnuðum þeim að koma! Í þessu landi búa teprur sem halda að þær búi við málfrelsi. Annað funheitt mál var Halla síhressa og Jude sísæti. Mér finnst hann sætur, en ekki jafnsjarmerandi og hér áður fyrr þegar ég átti það til að pósta inn myndum af honum þegar ég hafði ekkert að blogga um. Barnapían var með í för á Fróni en í þetta sinn þurfti hún víst að passa börnin og mátti því ekki vera að því að skemmta Jude. Sennilega nýbarnapía líka. Sienna hefur sennilega ráðið hana þegar hún var enn með Jude. Barnapían hlýtur því að vera a)foxljót b)nunna c)klæðskiptingur.
sunnudagur, janúar 21, 2007
klúðursbloggari
Ég er alltaf að lenda í því að bloggin mín hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ætla samt að prófa enn einu sinni. Jæja, hvar á ég að byrja?
a)Íbúðin: ég hef stritað dag og nótt við að koma íbúðinni okkar í stand. Búin að brjóta niður, hlaða og múra veggi, spartla, rífa gólfdúk og veggfóður, flota gólfin, tengja ofna, draga í rafmagnið og svona mætti lengi telja. Gummi kemur annað slagið þegar hann nennir og færrir mér kleinu og trópí, hvetur mig til dáða, fer útmeð ruslið og jafnvel sópar yfir gólfið þegar vel liggur á honum.
Fjölskyldan: allt gott að frétta af henni, búin að segja hvað Gummi er að gera (sópa gólf og kaupa trópí), mamma og pabbi eru jafnhress og alltaf en helst er það að frétta að fjölskyldan stækkaði nýlega þar sem Don Ólafur bróðir minn eignaðist son í lok nóvember. Don Junior verður skírður næstu helgi og fer athöfnin fram í Corleone.
Félagslífið: hef verið nokkuð dugleg að hitta vini mína undanfarið og er það vel. Hef líka verið dugleg að stunda kvikmyndahúsin og sá síðast "Little miss Sunshine" sem fær hjá mér 6 stjörnur af 5 mögulegum. Mér varð flökurt og fékk brjóstsviða af hlátri!!! Vissi ekki að það væri hægt. Um daginn leigði ég líka spólu. The Lakehouse. Ekki orð um það meir, laaaaaangdreeeegnaaaastaaaa mynd sem ég hef séð leeeeengi.
a)Íbúðin: ég hef stritað dag og nótt við að koma íbúðinni okkar í stand. Búin að brjóta niður, hlaða og múra veggi, spartla, rífa gólfdúk og veggfóður, flota gólfin, tengja ofna, draga í rafmagnið og svona mætti lengi telja. Gummi kemur annað slagið þegar hann nennir og færrir mér kleinu og trópí, hvetur mig til dáða, fer útmeð ruslið og jafnvel sópar yfir gólfið þegar vel liggur á honum.
Fjölskyldan: allt gott að frétta af henni, búin að segja hvað Gummi er að gera (sópa gólf og kaupa trópí), mamma og pabbi eru jafnhress og alltaf en helst er það að frétta að fjölskyldan stækkaði nýlega þar sem Don Ólafur bróðir minn eignaðist son í lok nóvember. Don Junior verður skírður næstu helgi og fer athöfnin fram í Corleone.
Félagslífið: hef verið nokkuð dugleg að hitta vini mína undanfarið og er það vel. Hef líka verið dugleg að stunda kvikmyndahúsin og sá síðast "Little miss Sunshine" sem fær hjá mér 6 stjörnur af 5 mögulegum. Mér varð flökurt og fékk brjóstsviða af hlátri!!! Vissi ekki að það væri hægt. Um daginn leigði ég líka spólu. The Lakehouse. Ekki orð um það meir, laaaaaangdreeeegnaaaastaaaa mynd sem ég hef séð leeeeengi.
fimmtudagur, janúar 04, 2007
miðvikudagur, janúar 03, 2007
mánudagur, janúar 01, 2007
tadaaaaa
Gleðilegt ár honnís. Ég finn það á mér að tjáningarþörf mín er öll að færast aftur í aukanna eftir annars mjög svo þögult haust svona blogglega séð og ætla bara því að henda fram hér einu stuttu bloggi. Mig langar að byrja á því að tjá mig um áramótaskaupið en ég veit samt varla hvort ég þori því, þetta er svo viðkvæmt mál. Rétt eins og pólitík og trúmál. OK, hvar á ég að byrja? Hló einhver? hmmm, ég gafst reyndar upp og fór að gera eitthvað annað (borða snakk eða pissa eða eitthvað) en ég hef ákveðið að gefa skaupinu annan séns og ætla að horfa aftur á það síðar. Að sjálfsögðu fá Skaupverjar þó smá hrós fyrir að þora að breyta til en ég bara veit ekki hvort Skaupið eigi endilega að breytast. Mér finnst það þurfa að höfða til eldra fólks og ég efast um að gamla fólkið okkar hafi endilega hlegið mikið að svona þurrum íslenskum "Fóstbræðra"-húmor. Mér fannst Magnafjölskyldan mjög fyndin, og Nylon og líka krakkarnir sem tóku Magnapillurnar svo þó gætu vakað til að kjósa Magna. Og eitthvað fleira svo sem, þarf að skoða þetta betur. Jæja ég er að horfa á Bubbi byggir með öðru og má ekki vera að þessu bloggi. Étið ekki yfir ykkur!
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Þuríður Arna
Lesið eftirfarandi, en Þuríður Arna er dóttir Áslaugar vinkonu. Ég kemst því miður ekki sjálf á þessa tónleika þar sem ég verð ekki í bænum en ætla að leggja inn á reikninginn og minni á hann! Hann er: 1151-15-200200 kt, 200502-2130.
Þuríður Arna greindist með illvíga flogaveiki í október 2004 og í kjölfarið fundust æxli í höfði hennar sem á þeim tíma voru greind góðkynja.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að vinna bug á meini hennar og nú er svo komið að æxlið er skilgreint sem illkynja og útlit fyrir að frekari meðferðarúræði séu ekki fyrir hendi. Nú ætlum við að leggjast á eitt og sagna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman.
Tónleikar Til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur í Bústaðarkirkju Miðvikudaginn 8. nóvember kl 20.
Fram koma Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Garðar Örn Hinriksson, Signý Sæmundsdóttir, Jóhann Friðgeir, Hanna Þóra og Ólöf Inga Guðbrandsdætur.
Ásamt Guðmundi Sigurðssyni, Vilhelmínu Ólafsdóttur, Matthíasi Baldurssyni og Guðmundi S Sveinssyni
Kynnir verður Anna Björk Birgisdóttir
Aðgangseyrir 2000 kr Allt fé sem safnast á tónleikunum rennur óskert til Þuríðar Örnu og fjölskyldu hennar.
Þuríður Arna greindist með illvíga flogaveiki í október 2004 og í kjölfarið fundust æxli í höfði hennar sem á þeim tíma voru greind góðkynja.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að vinna bug á meini hennar og nú er svo komið að æxlið er skilgreint sem illkynja og útlit fyrir að frekari meðferðarúræði séu ekki fyrir hendi. Nú ætlum við að leggjast á eitt og sagna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman.
Tónleikar Til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur í Bústaðarkirkju Miðvikudaginn 8. nóvember kl 20.
Fram koma Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Garðar Örn Hinriksson, Signý Sæmundsdóttir, Jóhann Friðgeir, Hanna Þóra og Ólöf Inga Guðbrandsdætur.
Ásamt Guðmundi Sigurðssyni, Vilhelmínu Ólafsdóttur, Matthíasi Baldurssyni og Guðmundi S Sveinssyni
Kynnir verður Anna Björk Birgisdóttir
Aðgangseyrir 2000 kr Allt fé sem safnast á tónleikunum rennur óskert til Þuríðar Örnu og fjölskyldu hennar.
laugardagur, nóvember 04, 2006
Mikið að gera...
fjúff... hér er ég! Ég hef verið´frekar upptekin við leik og störf undanfarið. Þó aðallega við störf:) Er á kafi í skít þar sem við keyptum okkur íbúð í lok sumars og erum að rústa henni. Það var kominn tími til að endurnýja lagnir og ýmislegt svona þannig að við ákváðum að leggja tíma og peninga í það núna og taka hana vel í geng fyrst við erum að stússa þetta á annað borð. Ég er þó ekki jafndugleg (gagnleg) í þessu og Gummi, svo ég skrapp í viku til Spánar með systu og co:) Í gær gerðumst við svo menningarleg og fórum í leikhús með Söndru og Magga að sjá viltu finna milljón? Eftir leikhús fórum við svo á tapasbarinn og átum á okkur gat. Hey ok, þetta er að verða svona "ég vaknaði og burstaði tennurnar" færsla svo ég ætla að hætta þessu. Agalega tóm í hausnum.