laugardagur, apríl 19, 2008

Loksins fleiri myndir af Svenna og vinkonum:)

Margt hefur gerst síðan myndir af Sveini Gauta voru birtar hér síðast. Hann hefur verið að ganga í gegnum mikið þroskaferli; ...missti hárið, fékk fyrsta páskaeggið, byrjaði á sundnámskeiði og svona mætti lengi telja. Nei sennilega er þetta að mestu allt upptalið. En við sjáum samt mikin mun á honum, hann er svo mannalegur og alveg ótrúlega gaman að spjalla við hann því hann sýnir svo mikil viðbrögð. "Svarar" okkur með hjali, brosir náttúrulega og hlær endalaust, nú eða orgar smá ef honum mislíkar eitthvað. Hann er byrjaður á ungbarnasundnámskeiði hjá Erlu vinkonu en hún er náttúrulega best í heimi og ég held að Sveini Gauta finnist notalegt að þekkja kennarann sinn. Alla vega finnst foreldrunum það æði:) Gummi á afmæli á morgun svo Sveinn Gauti og móðir hans ætla að finna einhverja gjöf á gamla genginu. Mér finnst svo dásamlega sniðugt hvernig allir auglýsa ALLT á gamla genginu í dag. Kannski við kaupum bjór fyrir pabba á gamla genginu. Íslenskan bjór... haha. Jæja, en hér koma myndirnar, þær eru teknar í mars þegar Edda Úlfsdóttir New York dama var stödd á landinu og þau skelltu sér ásamt Kristínu Sædísi út á galeiðuna. Lunch á Sólon varð fyrir valinu og mömmurnar og Þórey ofurfrænka fengu að fljóta með.


Hér eru feðgar að hvíla sig í sófanum með bangsa.


Sveinn Gauti og Kristín Sædís leiðast á Sólon. Þarna eru þau enn að bíða eftir matnum. (Held reyndar að hann treysti á að geta hangið í Stínu sinni því honum finnst svo erfitt að sitja í svona stól)


Edda Úlfsdóttir hin fagra situr bein í baki í barnastól en hún er orðin 6 mánaða þegar þessi mynd er tekin, mikill reynslubolti.


Sveinn Gauti og mamman.



Kristín Sædís að spá hversu lengi hún þarf eiginlega að bíða eftir matnum.


Edda og Stína að slúðra.


Edda og Svenni.

Engin ummæli: