mánudagur, nóvember 29, 2004

Gloss

Það er að pirra mig þessa dagana að ég finn ekki nýja glossinn minn. Ég geri mér þó grein fyrir að það er ekki mjög gáfulegt að blogga um það. Ég er bara svo pirruð yfir þessu glossi. Reyndar er annað sem fer meira í taugarnar á mér, það er hann Janúkóvits (hmmm rétt skrifað?) "sigurvegari" kosninganna í Úkraínu. Svindl og svínarí. Veit ekki af hverju þetta fékk mig til að hugsa til Bush og Flórída...og líka til atkvæða sem gufa upp í Ameríku. Það er svo margt undarlegt. Hef engann tíma til að tjá mig í dag, er að læra undir próf og sinna hundi, hvolpinum hennar, ketti og fuglinum sem kötturinn kom með inn. Takk í dag.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hei lil siss.
Ég er hér á mínum stað í Kópavoginum að sinna manni í ritgerðarskrifum, unglingi í próflestri (erum að fara yfir æxlunarfærin og læra um kynlíf!!) og ungbarni sem var að fá sína aðra tönn seinnipartinn í dag. Eldaði "úba dúba" í kvöldmatinn og bakaði súkkulaðismákökur um leið og ég hlýddi gelgjunni yfir. Mamma, afhverju fá stelpur tíðir? Hvað hugsa fóstur þegar þau eru í vatninu, æi þú veist, þarna inni i leginu? Hvað geta sáðfrumur synt hratt? Eru þær minni en sykurkorn? Hvenær byrjar að koma fýla af svitanum manns? Og mamma.....ert þú byrjuð að hrörna? Maður byrjar að hrörna þegar maður er 30 ára sko!!!

Well, ég er nokkuð viss um að þú ert ekki í þessum sporum með alla málleysingjana þína:-))
Luv, ABB

tótla sagði...

ooo, var úbba dúbba akkúrat þegar ég var ekki heima, eða ég var sko heima bara á öðru svona "heima". Týpískt. Voðalega eru þau samt ung send í svona kynfræðslu, mér fannst þetta alltaf jafnpínlegur kafli í líffræðibókinni, og finnst það eiginlega enn. Þú þarft að sinna tanntökumanni, gelgju og eldri skólastrák (og tregum ketti) sannkallað karlaveldi. Hér á Vatnsendanum erum við kvendýrin hins vegar í meirihluta og málleysingjarnir hafa sín vandamál líka, þetta er fullt djobb. Milla er svo ung (mánaðargömul) að hún gerir ekkert af sér, þarf að fylgjast með henni samt, Myrra ældi áðan, Gríma kom inn með fugl sem ég finn ekki og er einhvers staðar í húsinu og held að það sé líka mús hérna. Sem sagt fjöl"menni" hjá mér: sísvangur hundur,óvitahvolpur, athyglissjúkur sjálfselskur eiginhagsmuna köttur, hrædd mús, og dauður fugl (sem ég finn ekki). ...say no more

Unknown sagði...

Ja hérna, þið systurnar hafið sem sagt nóg að gera og mér sem finnst alveg meira en nóg að hugsa um eitt ungabarn (gubbulínu) og sjálfa mig. Við verðum nú að fara að hittast þegar þú ert búin í prófunum, það er orðið allt of langt síðan síðast! Ég og Katrín Anna erum farnar að sakna þín..hehe.

tótla sagði...

Erla, þú mátt segja Katrínu Önnu að ég sakna henar líka og ætla ekki að kíkja til ykkar eftir prófin heldur fyrr. Kannski bara á föstudaginn:)