föstudagur, september 03, 2004

Vagabunda

Hversu lengi tollir maður á landinu í einu? Ef maður SÉ svo heppin að hafa unnið flugmiða til Evrópu í gegnum Kaupmannahöfn þá náttúrulega drífur maður sig í smá ferðalag um leið og kennsla hefst. Eða þannig sko. Sum sé, ég er full tilhlökkunar að byrja í skólanum en verð víst að nota þennan frímiða minn nú í haust og ætla að skella mér næstu helgi til Kaupmannahafnar. Þar verður stefnan tekin á tívolí (víííí) með Gumma Hlí en svo ætla ég að fara eitthvað lengra í smá ferðalag, hef ekki alveg ákveðið hvert enn, er að athuga með flug og slíkt. Suður Spánn og Portúgal freista þó alltaf enda er stelpan með fría gistingu á nokkrum sófum á þeim slóðum. Nú ehhh, þetta verður áreiðanlega hin huggulegasta ferð enda ætla ég að stoppa yfir helgi í Kaupmannahöfn á bakaleiðinni og knúsa kærastann enda verður tívolíið komið í haustfrí (frá og með 19.sept). Tívolípílagríminn hún systir mín verður að bíta í það súra epli að komast ekki oftar í rússíbanann þetta árið, sorry Anna Björk mín, ég skal taka nokkrar bunur fyrir þig, hehehe:) Hvað er annars að frétta? Allir búnir að fá sér lán (svona eins og að fá sér pylsu nú á dögum) og kaupa íbúð...bíl...hest...?

4 ummæli:

arndis sagði...

Ætlaru þá að sleppa saumódjamminu?

Elsa Hrund sagði...

Mér finnst nú bara alveg tilvalið að taka smá rúnt í Sverige í leiðinni... Það tekur svona einn og hálfan með lest til mín frá Köben og ég skal meira að segja lána þér rúmið mitt og sofa sjálf á sófanum!
Knús skvís,
Elsa Pelsa.

Tótla sagði...

að sjálfsögðu sleppi ég ekki saumó, ég meira að segja fer á sunnudagmorgni til að komast í saumó í stað þess að fara á föstudeginum, hehehe:)

Hildur sagði...

Ég myndi fara til Finnlands. Og Eystrasaltslandanna. Skemmtu þér vel honní!