þriðjudagur, september 28, 2004

Heim aftur

Dvölin í Lissabon var eins og best verður á kosið. Ég var reyndar rétt fyrir utan borgina hjá áðurnefndri portúgalskri vinkonu, Marilúciu. Hana hafði ég ekki séð í fjögur ár og hún notar ekki tölvupóst þannig að samskiptin hafa ekki verið mikil. Við unnum saman á Caves do Vinho do Porto í einungis einn mánuð haustið 2000 og sendum hvor annarri nokkur handskrifuð bréf eftir það. Þegar við hittumst svo á lestarstöðinni fyrir viku síðan var eins og við hefðum hist í gær (passar ekki alveg...). Hún býr með systur sinni og systkinabörnum og er mest með systrum sínum og litlu krökkunum og eiginlega allir í fjölskyldunni heita Marilúcía eða Marisol, eða eitthvað annað sem byrjar á Mar og fjölskyldan er stór. Ég heimsótti til dæmis "aldingarð Evrópu", Sintra með Marilúcíu, Fernandinho (kærasta hennar) og Marisol (systurdóttur) en Marisol (systir Marilúcíu) og Marilúcia yngri (dóttir Marisol systur Marilúciu) ákváðu að vera eftir hjá Marieitthvað sem ég man ekki (eldri systur Marilúcíu og Marisol). Mikið stuð, mikið gaman. Síðastliðinn föstudag átti ég svo flug tilbaka til Köben sem ég missti næstum því af því Marilúcía og Fernandinho (sem skutluðu mér á völlinn) voru svo utan við sig og með músíkina í botni og þar fram eftir götunum að þau gleymdu að beygja út af hraðbrautinni á flugvöllinn. Ég hef aldrei áður tjekkað mig inn mínútu áður en það er lokað fyrir tjekk inn og ætla helst ekki að gera það aftur! Að öðru leiti var flugið ánægjulegt og náttúrulega fínt að hitta lilla litla í Kaupmannahöfn. Við Gummi Hlír fórum meira að segja með Björk og Ingimundi til Svíþjóðar á laugardaginn (sorry Elsa og Sigga) að heimsækja Ingu Rut og Einar í Lundi. Þau hafa komið sér vel fyrir þar og það var voða kósí að hittast öll svona þarna. Og (þó það megi aldrei byrja setningar á "og") á sunnudaginn varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að hafa Bryndísi mína sem flugfreyju og þjónaði hún mér ákaflega vel:) og ekki nóg með það heldur hafði ég einnig góðan félagsskap því Sæunn vinkona Bjarkar var í sama flugi og við gátum kjaftað ótrúlega mikið. Steingrímur Dagur hafði breyst ótrúlega á þessum tveimur vikum enda orðinn sköllóttur af því að bíða eftir uppáhaldsfrænskunni. Soss soss soss. Eitthvað slúður annars?

2 ummæli:

Inga sagði...

Sæunn er sko algjör eðalpía .. við erum sammó í saumó :)

Hildur sagði...

Slúður? Tja... Valur í Buttercup er byrjaður með Birgittu Haukdal. Eiður Smári er kominn út úr skápnum og búinn að krækja sér í sirkustrúð... George Bush er kominn í kókaínmeðferð enn og aftur og lifandi eftirmynd Keikós sást svamla í kringum Vestmannaeyjar nú nýverið.