mánudagur, júní 28, 2004

Hressleiki

Fín helgi búin. Var reyndar að vinna mjög mikið en afrekaði að fara á eitt afskaplega skemmtilegt djamm og horfa á frábæra bíómynd. Djammið hófst á laugardagskvöldið hjá Haffa Vökusnáða og þar spiluðum við á spil, eða þannig sko. Þið skiljið, ekki fatapóker samt. Eftir að Bryndís fluffa mætti í fluffumúnderingunni héldum við á Hressó sem er held ég bara að taka við gamla Sportkaffi, sami fílingur (Jesus Bobby eins og Heiðdís Halla segir) en ég var svo hress að mér var alveg sama. Ég var meira að segja í svo góðu skapi að ég bauð fólki heim til mín í grill á sunnudagskvöldinu, ætlaði bara að grilla eftir vinnu (22:30). Þau voru til í það en guggnuðu svo í einhverri þynnku og afboðu sig. Jahérna, það eru ekki allir jafnduglegir ha? Ég harkaði bara af mér og var sæmileg í vinnunni frá 12 til 22. Þá grilluðum við Gúndi (eða hann réttara sagt) og horfðum á Mystic River. Ef þið hafið ekki séð þá mynd megiði skammast ykkar, eða bara taka hana næst. Engar tæknibrellur, ekki einu sinni brjóst og bossar, bara flott saga og ótrúlegur leikur. takk í bili

Engin ummæli: