sunnudagur, júní 20, 2004

Ekki örvænta

Er aðeins svona að fikta í lúkkinu á síðunni þannig að eins og er eru linkarnir horfnir. Þeir fóru þó ekki langt en ég þarf smá aðstoð við að laga þetta og mun það gerast "skömmu seinna". Eru ekki annars bara allir í stuði? Æ nei, commentin eru líka horfin þannig að ég ætla bara að ganga út frá því að þið séuð í feyknarstuði. Var það kannski feiknarstuð? Í gær útskrifaðist litli prinsinn minn með bé ess í verkfræði:) Ég óska honum sem og öðrum kandídötum til hamingju með þetta allt saman. Við héldum upp á daginn þangað til langt var liðið á næsta dag. Eins finnst mér ástæða til að fagna því að Portúgal komst áfram í EM í kvöld en ég er samt pínu svekkt að Spánverjarnir séu dottnir út....joder! Það verður víst ekki á allt kosið. ókei...

Engin ummæli: