laugardagur, desember 06, 2003

leti
Tótlutjattið er alveg að massa lesturinn núna!...eða þannig sko. Í gærmorgun vaknaði ég alltof snemma. Mér fannst ennþá vera nótt. Var reyndar lengi að pæla í því hvort ég hefði eitthvað farið að sofa. Ég sem sagt vaknaði klukkan hálfsjö til að fara í jólamorgunkaffi (og Gummi líka) hjá Svönu mágkonu en það var sko þess virði að vakna svona snemma. nammi namm (segi bara eins og Bubbi). Ég át svo mikið að ég ætti að vera enn södd. Reyndar er það ekki þannig og því fékk ég mér miðmorgunmat um hálfellefu. Svo fór ég bara í próf. Í morgun vaknaði ég svop aftur svona snemma (og það á laugardegi!) en til að fara á safnið að lesa. Ég hins vegar hélt bara áfram að sofa... á safninu. Í dag hef ég svo skoðað mbl.is 16 sinnum, skoðað allar konurnar sem kepptu í Miss Mundo (Miss World) 2 sinnum...fyrir utan allt annað sem ég hef skoðað á netinu, farið á Stælinn, pissað sirka 20 sinnum á klst, borðað nammi, og drukkið vatn (pissað aftur). Þess á milli er ég dugleg á safninu! Best að halda áfram:)

Engin ummæli: