miðvikudagur, desember 17, 2003

Jólakort
Takið eftir, þið sem hafið sent mér jólakort í gegnum árin og ekki fengið neitt frá mér nema kannski í mesta lagi eitt svona samviskubits sms á aðfangadag, þið eigið sjéns! Já, svei mér þá, ég er búin að skrifa nokkur jólakort, man alveg örugglega ekki eftir öllum sem mig langar að senda jólakort en mér finnst ég eiga smá hrós skilið fyrir viðleitnina:) Svo á ég eftir að fara með þetta í póst, sem er önnur saga...hömm hömm.

Hvað er málið með klink familíunna núna, shout outið er enn einu sinni að klikka? Mér finnst þetta ekki sniðugt.

Svo styttist í Idolið:) Er sammála Þóreyju um hennar idolpælingar. Ég bara skil ekki alltaf úrslitin þó þau hafi flest verið bara fín síðast. x-Anna Katrín! Annars er bara það að frétta að Sandran mín er komin til landsins og ég er að fara að hitta hana í dag. Síðast þegar við hittumst (um miðjan nóvember) fórum við á marakóskan (er það rétt?) veitingastað í London og þeir áttu ekki hummus. Sandra sagði tjenestepíunni að hún hefði aldrei áður farið á hummuslausan arabískan veitingastað. "How can you be out of hummus???" sagði Sandra orðrétt. Pían varð vandræðaleg og svaraði "sorry but I don´t speak very much english". Hún var sennilega rússnesk. Maturinn var samt mjög góður þó enginn væri hummusinn. hmmmm....

Engin ummæli: