mánudagur, janúar 20, 2003

Frosti og Grímur í gúddí fíling
Steingrímur Tótluson
Jæja þá hefur litli kisinn minn fengið nafn, hann heitir Grímur en þegar ég skamma hann er hentugt að nota Steingrímur sem er í höfuðið á brósa mínum og pabbi heitir Birgir Steingrímur. Þeir geta þá alla vega ekki kvartað ef ég eignast síðar son og skíri hann Hafliða eða eitthvað. Í kvöld fórum við Grímur í smá bíltúr til systur minnar og Frosta (bróður Gríms). Reyndar ætluðum við Grímur á Vökufund en ég komst ekki því bílinn varð rafmagnslaus. Í staðinn fengu þeir bræður, Frosti og Grímur að slást og leika í allt kvöld. Nú eru þeir úrvinda og sofa vært eins og sést á þessari mynd. Frosti er þessi grái og hvíti sem liggur svo makindalega ofan á Grímsa mínum sem er svartur, hvítur og gulur. Minnir meira á bróderaðan púða undir Frosta þarna:)

Engin ummæli: