mánudagur, mars 24, 2008

Greiðslan og grænmetið.

Sveinn Gauti er að fara úr hárum en það er samt ótrúlega sítt svo hann getur bara greitt yfir skallann. Yfirleitt stendur hárið út í allar áttir eins og sjá má á þessum myndum. Okkur fannst hann bara eins og brjálaður lítill Einstein um daginn þegar hann var alveg óhuggandi (of þreyttur) og hárgreiðslan magnaðist við uppnámið sem hann kom sjálfum sér í.



Hann fær smá graut tvisvar á dag og finnst það ágætt. Hann fær hins vegar ekki lengur AD dropa því fólkið í Apótekinu segir að þeir séu uppseldir á landinu!!! Ótrúlegt... ég hélt að svona gerðist ekki. Þannig að ef litli Sveinninn minn fer að sjá úr fókus þá er það af því að sá sem græjar AD dropa ofan í íslensk ungbörn misreiknaði sig í innkaupunum. Á skírdag fékk snáðinn að smakka örlítið af grænmetismauki og fannst það greinilega svakalega sniðugt. Það er reyndar eiginlega alltaf svona gaman hjá okkur:) víííí.


Engin ummæli: