þriðjudagur, mars 18, 2008
Hitt og þetta
Sveinn Gauti hlær að skrýtlu sem Kristín Sædís sagði honum.
Kristín Sædís, Sveinn Gauti og Emilía Helga að leika.
Við Sandra skelltum okkur á gönguskíði um helgina. Það var frekar skrautlegt og duttum við báðar á bossann. Gummi hélt sig við slalomið og Sveinn Gauti lét vagninn duga. Honum fannst notalegt að kúra þar og kann vel við fjallaloftið.
Eftir 8 mánuði verður Sveinn Gauti 1 árs svo ég er byrjuð að æfa mig í bakstrinum. Keypti bók á Amazon með uppskriftum úr hinu heimsfræga Magnolia bakaríi í NYC (ekkert slor fyrir afmælið hans Svenna míns) og svo stóð ég sveitt í gær og í morgun að baka og baka cupcakes alveg á fullu. Litríkar eru þær og myndu sóma sér vel í barnaafmæli, en OJJJJ hvað þær voru vondar!!! Magnolia er frægt fyrir cupcakes eins og sannir Sex and the City aðdáendur vita en ég þarf eitthvað að prófa mig áfram og gá hvort ég hafi lesið uppskriftina vitlaust. Mér fannst þetta bara vera dísæt smjörklessa. Kannski eg fái fleiri til að dæma:)
Þegar Sveinn Gauti er ekki að leika við vini sína eða í Bláfjöllum fer hann til dæmis á Sólon með ömmu og mömmu (eða það gerði hann í dag), kaffi Gló í Laugardalnum (fór þangað á föstudag) eða hefur það notalegt heima hjá sér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli