Afsakið letina! Ég veit að tótlutjattarar koma hér fyrir Svein Gauta núorðið en ég ætla að breyta til og setja hér inn tvær gamlar myndir sem eru teknar þegar við Gummi vorum ungt og barnlaust par. Nánar tiltekið sumarið 2006. Man ekki hvort þessar hafi áður verið á síðunni en þær eru teknar í Kuala Lumpur, Malasíu þegar við vorum á heimleið frá Sydney og fórum í frábæran fuglagarð. Ég hugsaði mikið til vinkvenna minna, Söndru og Daggar þann dag en þær eru með fuglafóbíu. Mér finnst þessar myndir bara frekar fyndnar og þetta var góður dagur svo ég ákvað að henda þeim hér inn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli