þriðjudagur, nóvember 18, 2008

miðvikudagur, september 03, 2008

Nýr tónlistarklukkutími?

Man ekki hvort ég hef bloggað um þetta áður. Málfar útvarpsmanna er misgott rétt eins og málfar bloggara og bara fólks almennt. Sumir tala mjög gott og skýrt mál, sumir sletta og aðrir slá um sig með einhverjum svaka krúsídúllum, háfleygum setningum og heimatilbúnum orðum. Sum þessara orða virðast samt hafa náð að skjóta rótum í íslenskt útvarpsmálfar og það er orðið "tónlistarklukkutími". Ég held þetta sé aðallega á FM 957 en held ég hafi þó heyrt þetta líka á öðrum rásum. Á FM 957 tala menn hratt og þeir kunna að nota alls konar orð líka. Þar hefja þeir splunkunýjan tónlistarklukkutíma með gömlum klassíker með stelpunum í Atomic Kitten í bland við brakandi nýja smelli með meistara DJ Tiesto (eða eitthvað.... hvað veit ég svo sem?). Ég samdi þessa setningu samt alveg sjálf:) Ég stilli reyndar oft á þessa ágætu stöð en mér finnst alltaf gaman þegar þeir kynna eldgamla smelli sem hafa fyrir löngu náð vinsældum hjá landanum. Þá bíð ég spennt og held að ágætur útvarpsmaðurinn ætli að spila fyrir mig eitthvað með 2Unlimited eða What's up! með 4 Non blondes. En nei nei... spilum bara eitthvað af þarsíðustu plötu Justin Timberlake. Ég geri mér grein fyrir að þeir ætla ekki að spila Lúdó og Stefán en myndi sætta mig við að 10 ára gamalt lag með Jennifer Lopez væri kynnt sem gamalt, þó mér finnist það ekki svo gamalt:)

Að lokum vil ég biðja einlæga Molaaðdáendur afsökunnar á bloggleti minni. Hér koma nokkrar nýlegar myndir. Drengurinn kann að vera fyndinn á svipinn og er með stór blá augu eins og sjá má...voilá!





þriðjudagur, júlí 08, 2008

Monsieur Svenni et mademoiselle Stína!

17.júní síðastliðinn fór Sveinn Gauti í Hljómskálagarðinn með Kristínu Sædísi vinkonu sinni og foreldrarnir fylgdu með. Þau fengu fána, pabbarnir fengu Hlölla og mömmurnar fengu candyflos. Þau nutu líka veðurblíðunnar í Kópavogi næstu daga en því miður var Emilía Helga ekki með þegar myndavélin var með í för. Hins vegar var hún og Edda Úlfs með þegar við skunduðum í lautarferð en þær myndir verða birtar síðar.

Ég nýt þess að vera heimavinnandi húsmóðir þessa dagana og ekki er það verra þegar veðrið er svona gott. Get þó ekki montað mig mikið af húsmóðurstörfum en við höfum grillað nokkuð oft og fengið gesti í mat. Annars vil ég nota tækifærið og tjá mig um kjarabaráttu ljósmæðra. Mér finnst fáránlegt að þær fái ekki hærri laun þó þær bæti við menntun eftir hjúkrunarfræðina. Þoli ekki svona letjandi kerfi. Af hverju ættu þær (þeir?) að leggja á sig meira nám sem kostar að sjálfsögðu peninga ef launin hækka ekki við það? Ég er líka reið yfir hörkunni í máli Paul Ramses. Maðurinn er ekki flóttamaður að ástæðulausu og hann er ekki hættulegur. Það eina sem hann hefur "sér til saka unnið" ef hægt er að orða það þannig er að hafa rangar skoðanir! Andskotans...afsakið orðbragðið. Við búum við lýðræði þar sem málfrelsi og skoðanafrelsi teljast sjálfsögð mannréttindi en fyllumst svo einhverri ofsahræðslu þegar lítil fjölskylda frá Kenía flýr hingað. Af hverju er ekki bara hægt að fjalla um mál hans hérna? Ég held að það sé algjört óþarfapanikk að halda að landið muni fyllast af flóttamönnum. Ég hef lokið máli mínu. Látum Svein Gauta og Kristínu fegra síðuna svolítið:)








þriðjudagur, júní 10, 2008

Fullt af myndum

Við litla fjölskyldan fórum í frí til Spánar og þar sem ég er ekki með myndasíðu þá er hér fullt af myndum fyrir Molaaðdáendur. Sveinn Gauti skemmti sér vel og gæti vel hugsað sér að koma aftur fljótlega til Suður Evrópu.
















föstudagur, maí 09, 2008

Sundgarpur

Sundgarpurinn er kominn með tönn! Ég hef lofað Þóreyju mynd en það hefur ekki enn tekist að festa tönnina á digital svo hér koma tvær sundmyndir. Tölvan mín er í lélegu formi í dag svo ég set inn fleiri myndir síðar.


þriðjudagur, apríl 29, 2008

Lúinn!

Litli karlinn okkar fór í 5 mánaða skoðun í gær og þar fengum við það staðfest að Sveinn Gauti stefnir "hátt". Hann er 71 cm... sem sagt algjör lengja. Hann var frekar lúinn eftir mælingu og sprautu og fékk sér lúr í bílnum. Er hann ekki yndislegur?

laugardagur, apríl 19, 2008

Loksins fleiri myndir af Svenna og vinkonum:)

Margt hefur gerst síðan myndir af Sveini Gauta voru birtar hér síðast. Hann hefur verið að ganga í gegnum mikið þroskaferli; ...missti hárið, fékk fyrsta páskaeggið, byrjaði á sundnámskeiði og svona mætti lengi telja. Nei sennilega er þetta að mestu allt upptalið. En við sjáum samt mikin mun á honum, hann er svo mannalegur og alveg ótrúlega gaman að spjalla við hann því hann sýnir svo mikil viðbrögð. "Svarar" okkur með hjali, brosir náttúrulega og hlær endalaust, nú eða orgar smá ef honum mislíkar eitthvað. Hann er byrjaður á ungbarnasundnámskeiði hjá Erlu vinkonu en hún er náttúrulega best í heimi og ég held að Sveini Gauta finnist notalegt að þekkja kennarann sinn. Alla vega finnst foreldrunum það æði:) Gummi á afmæli á morgun svo Sveinn Gauti og móðir hans ætla að finna einhverja gjöf á gamla genginu. Mér finnst svo dásamlega sniðugt hvernig allir auglýsa ALLT á gamla genginu í dag. Kannski við kaupum bjór fyrir pabba á gamla genginu. Íslenskan bjór... haha. Jæja, en hér koma myndirnar, þær eru teknar í mars þegar Edda Úlfsdóttir New York dama var stödd á landinu og þau skelltu sér ásamt Kristínu Sædísi út á galeiðuna. Lunch á Sólon varð fyrir valinu og mömmurnar og Þórey ofurfrænka fengu að fljóta með.


Hér eru feðgar að hvíla sig í sófanum með bangsa.


Sveinn Gauti og Kristín Sædís leiðast á Sólon. Þarna eru þau enn að bíða eftir matnum. (Held reyndar að hann treysti á að geta hangið í Stínu sinni því honum finnst svo erfitt að sitja í svona stól)


Edda Úlfsdóttir hin fagra situr bein í baki í barnastól en hún er orðin 6 mánaða þegar þessi mynd er tekin, mikill reynslubolti.


Sveinn Gauti og mamman.



Kristín Sædís að spá hversu lengi hún þarf eiginlega að bíða eftir matnum.


Edda og Stína að slúðra.


Edda og Svenni.

föstudagur, apríl 04, 2008

Gamlar myndir

Afsakið letina! Ég veit að tótlutjattarar koma hér fyrir Svein Gauta núorðið en ég ætla að breyta til og setja hér inn tvær gamlar myndir sem eru teknar þegar við Gummi vorum ungt og barnlaust par. Nánar tiltekið sumarið 2006. Man ekki hvort þessar hafi áður verið á síðunni en þær eru teknar í Kuala Lumpur, Malasíu þegar við vorum á heimleið frá Sydney og fórum í frábæran fuglagarð. Ég hugsaði mikið til vinkvenna minna, Söndru og Daggar þann dag en þær eru með fuglafóbíu. Mér finnst þessar myndir bara frekar fyndnar og þetta var góður dagur svo ég ákvað að henda þeim hér inn.