þriðjudagur, júlí 08, 2008

Monsieur Svenni et mademoiselle Stína!

17.júní síðastliðinn fór Sveinn Gauti í Hljómskálagarðinn með Kristínu Sædísi vinkonu sinni og foreldrarnir fylgdu með. Þau fengu fána, pabbarnir fengu Hlölla og mömmurnar fengu candyflos. Þau nutu líka veðurblíðunnar í Kópavogi næstu daga en því miður var Emilía Helga ekki með þegar myndavélin var með í för. Hins vegar var hún og Edda Úlfs með þegar við skunduðum í lautarferð en þær myndir verða birtar síðar.

Ég nýt þess að vera heimavinnandi húsmóðir þessa dagana og ekki er það verra þegar veðrið er svona gott. Get þó ekki montað mig mikið af húsmóðurstörfum en við höfum grillað nokkuð oft og fengið gesti í mat. Annars vil ég nota tækifærið og tjá mig um kjarabaráttu ljósmæðra. Mér finnst fáránlegt að þær fái ekki hærri laun þó þær bæti við menntun eftir hjúkrunarfræðina. Þoli ekki svona letjandi kerfi. Af hverju ættu þær (þeir?) að leggja á sig meira nám sem kostar að sjálfsögðu peninga ef launin hækka ekki við það? Ég er líka reið yfir hörkunni í máli Paul Ramses. Maðurinn er ekki flóttamaður að ástæðulausu og hann er ekki hættulegur. Það eina sem hann hefur "sér til saka unnið" ef hægt er að orða það þannig er að hafa rangar skoðanir! Andskotans...afsakið orðbragðið. Við búum við lýðræði þar sem málfrelsi og skoðanafrelsi teljast sjálfsögð mannréttindi en fyllumst svo einhverri ofsahræðslu þegar lítil fjölskylda frá Kenía flýr hingað. Af hverju er ekki bara hægt að fjalla um mál hans hérna? Ég held að það sé algjört óþarfapanikk að halda að landið muni fyllast af flóttamönnum. Ég hef lokið máli mínu. Látum Svein Gauta og Kristínu fegra síðuna svolítið:)








Engin ummæli: