föstudagur, júní 17, 2005

Tom og Kata

Tom Cruise er genginn af göflunum, fegin er ég að vera ekki Kata. Heppilegt að halda líka blaðamannafund samdægurs bónorðinu, allt svo heppilegt, en að sjálfsögðu samgleðst maður öllum sem eru hamingjusamir. Fyndið bara hvað sumir þurfa að vera opinberlega hamingjusamir, og líka hvað sumir þurfa að flýta sér mikið. Kannski er aldurinn farinn að segja til sín hjá Tom. Kannski.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Kanski???
Hvað er málið með þennan gamla hrút?

Hélduði uppá þjóðhátíðardaginn þaarna hinu megin á hnettinum?

Kissssss
Heiðdís

tótla sagði...

neibbs, rétt svo mundum eftir deginum. Hámuðum þá í okkur harðfisk sem systir mín gaf mér:) annars borðuðum við reyndar pizzu á veitingastað og horfðum á DVD:) telst það sem hátíðarhöld?

Inga sagði...

Ég held að Tom sé genginn af göflunum, þ.e. ef þetta er ekki auglýsingabrella fyrir bíómyndina hans!