þriðjudagur, júní 28, 2005

Fleiri myndir

Forvitnum lesendum vil ég benda á myndaalbúmið mitt en ég hef sett þar nokkrar myndir úr Portúgalsferðinni minni. Á "Sydney síðunni" okkar Gumma eru líka myndir en við höfum verið löt við að taka myndir undanfarið en á því verður vonandi breyting í júlí þegar við ætlum að reyna að skoða okkur um nágrenni borgarinnar. Og eitt að lokum, það á að taka Tom úr sambandi áður en hann barnar Katie og elur upp fleiri svona vísindakirkjuvitleysinga. Alla vega á maður sem segir þunglyndu fólki að taka bara vítamín að halda sínum trúarbrögðum fyrir sig. Og hana nú.

5 ummæli:

Inga sagði...

ohhhhhhh hann er svo mikið krútt!!!

Hildur sagði...

Krútt? Barnið á myndinni eða Tom?

tótla sagði...

Barnið á myndinni heitir Steingrímur, Hildur Edda. Hann er smá krúttlegur. Veit ekki með Tom, kannski var hann einhvern tóma krútt:)

Nafnlaus sagði...

So True þetta með Tommann!

Kiwi-inn

Nafnlaus sagði...

svakalega er drengurinn sææææætur!