föstudagur, apríl 29, 2005

Sonur minn

Í nótt eignaðist ég son. Nei, meðgangan er ekki styttri í Ástralíu, þetta var bara enn einn klikkaður draumur, en ég held ég sé með fæðingar á heilanum. Þetta byrjaði á því að ég ákvað að fara í ræktina (sem ég geri aldrei) og sund og bað tvær vinkonur mínar um að koma með mér, Söndru (sem kom með Gúndu systur Heiðar en þarna var Gúnda systir Söndru, sorry Heiður mín) og Heiðdísi Höllu. Siggi sæti sem var nemandi í Álftó á sínum tíma (nokkrum árum eldri en ég) átti líkamsræktarstöðina, og mig dreymdi alveg skrilljón eldri nemendur Álftó, eins og Ingibjörgu í Oasis-búðinni, ahaha, ekki segja þeim. Nú jæja, Heiðdís og Sandra komu, nema hvað ég ætlaði ekki að fara að púla í tækjum heldur notfærði mér eldhúsaðstöðuna í ræktinni og ætlaði að hita heitt kókó og baka pönnsur (en þess má geta að í gær fór ég á kaffihús og borðaði bestu crepes með súkkulaði og jarðarberjum EVER). Ég man ekki meira með þær stöllur Söndru og Heiðdísi (sem nota bene þekkjast ekki) því næst ól ég son minn og það var bara ekkert vont. Ég nenni ekki einu sinni að telja upp allt fólkið sem kom þarna fyrir því það voru næstum allir sem ég þekki. Skýringin; ég hélt partý og bauð öllum, um leið og ég fæddi, til að fagna fæðingunni sko. Ég man reyndar mjög skýrt að Heiður var óvenjuölvuð og með stutt hár. Sonur minn var fullkominn og var varla búið að klippa á naflastrenginn þegar hann var farinn að standa upp við húsgögn, sem flest önnur börn gera eftir nokkra mánuði. OMG, þið haldið eflaust að ég sé orðin biluð, þið sem eruð enn að lesa þessa vitleysu.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ROFL!
Þú ert alltaf söm við þið Tótlus, gott að einhver hefur fjörugt ímyndunaraf og skemmtir sér í draumalandinu...
Knús og koss til þín yfir hafið skvís.
Elsa Pelsa.

Nafnlaus sagði...

Nærðu að hvílast eitthvað á nóttinni í öllum þessum hamagangi??

Hulda

Inga sagði...

Frábær draumur .. hahah Siggi sæti, ég man eftir honum! Ég held að fiskar dreymi skemmtilegri og ruglaðri drauma en aðrir. Fólk telur mig gjarnan MJÖG klikkaða þegar ég segi frá mínum draumum! Í nótt var ég til dæmis alltaf að stela aftur og aftur sama gamla brúna Volvonum og startaði honum með Bic penna!

Nafnlaus sagði...

tótla ég elska þig steikin þín.

Nafnlaus sagði...

ok tha!

Gaui sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Gaui sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Gaui sagði...

Þetta er nokkuð merkilegt Tótla! ætli þetta sé eitthvað með það að flytja svona til útlanda? Mig dreymdi marga svona drauma um að ég væri að eignast barn þegar við vorum búin að búa hérna í Kanada í smá tíma ??? Ma´r bara spyr sig! ;o)
Kveðja Tobba

Gaui sagði...

Afsakið *roðn* var alltaf að laga!