mánudagur, apríl 25, 2005

Anzac dagurinn...

hann er í dag og tótlutjattið hefur eiginlega ekki hugmynd um hvað það þýðir. Þetta er svona public holiday hér í Kengúrulandi og snýst eitthvað um þegar heimamenn héldu til Tyrklands 1915 í stríð í Gallipolli, og töpuðu. Þannig að þetta er ekki beint svona gleðidagur, engar skrúðgöngur og blöðrur, en þeir halda samt upp á hann, veit ekki alveg hvernig, því ég er bara búin að vera inni að lesa. Held að þetta byrji klukkan 5 eða 6 um morgun alltaf þann 25.apríl (með ræðuhöldum býst ég við án þess að hafa hugmynd) og seinnipartinn fara allir á pöbbinn og spila einhvern leik, veðja nokkrum dollurum og svo man ég ekki hvað gerist næst. Nú jæja, þar sem við Gvendur erum ekki jafn fáránlega árisul og Ástralir (þeir fara út að skokka eða jafnvel á brimbretti ELDsnemma, áður en þeir fara í vinnuna...geðsjúklingar) þá misstum við af þessu. Kannski við reynum að taka þátt á næsta ári.

Afmæli
Okkur var boðið í afmæli á laugardaginn og kíktum að sjálfsögðu. Hún María sem er grísk/suður-afrísk átti afmæli en hún er sambýliskona (flat-mate) Önnu Dóru. Foreldrar hennar voru komin alla leið frá Suður-Afríku til að elda ofan í okkur, og var smá grískur keimur yfir þessu öllu saman. Meira að segja grísk tónlist, en ég fékk engan til að koma í grískan hringdans, enda held ég að hnén mín þoli það hvort eð er ekki. Á meðan ég man, ég hef bara ekki nöldrað um Nælon hér á tótlutjattinu í hálft ár held ég! Eru þær enn til?

4 ummæli:

Hildur sagði...

Nælon eru ennþá til, endilega nöldraðu yfir þeim! Það er einmitt svo fyndið að um daginn í blaðinu var umboðsmaður Atomic Kitten í viðtali að segja að það gæti verið að nælon gæti meikað það alveg eins og Atomic Kitten. Mér var hugsað til þín af því að þér er alveg jafn meinilla við þetta ömurlega Atomic Kitten og Nælon eins og mér.

En varðandi þennan frídag; þú segir að þetta sé enginn gleðidagur. Það minnir mig á einu sinni á 17.júní var viðtal í sjónvarpinu við einhver börn og þau voru spurð af hverju við héldum daginn hátíðlegan. Einn drengurinn svaraði: "Af því að Jesús dó þá"

tótla sagði...

já ojjj, atomic kitten. Það var hroði! Tóku einhver lög, gerðu þau enn væmnari en þau voru fyrir og settu trommuheila í undirleik. Og með ljótar strípur þar að auki. Það ætti að setja spilunarbann á svona í útvarpinu.

pallpall sagði...

Ok, mig langar svoooo til Ástralíu núna. Búinn að skoða myndirnar og lesa frásagnirnar. Hljómar ÆÐI.
Hvernig er nóvember?
Er svo innilega sammála með nÆLon og Atomic Kitten (sá þær meira að segja live/mæm í Vín um árið...humm).
Nýkominn frá Úzbekistan... á leiðinni til Amman á fimmtudag, spennó þessi heimur!
Knús frá Englalandi.

Nafnlaus sagði...

tralala, frábært Palli! þú kemur í nóvember í heimsókn, vúhú. Ok þetta er engin London, en samt skemmtileg borg, og í nóvember er komið sumar:) vertu ávalt velkomin, tótla