laugardagur, apríl 09, 2005
Draumur í dós
Mig dreymdi um daginn að ég var í sundi og svo allt í einu fóru allir upp úr lauginni til að fylgjast með fréttum úr sjónvarpinu í sundlauginni. Það var greinilega eitthvað mjög mikilvægt þannig að ég ákvað að kíkja líka og í fréttum var það helst að stríðið í Írak var búið (!) Þegar ég vaknaði fannst mér þetta ansi merkilegur draumur því í raun lauk stríðinu fyrir u.þ.b. tveimur árum þó því hafi náttúrulega alls ekki verið lokið þannig séð en þá var Saddam steypt af stóli (kemur það af "staup" eða átti kannski að vera einfalt i þarna?). Jæja alla vega, þá var þetta mjög skýrt í draumnum að stríðinu var lokið, allir hentu frá sér vopnunum og voru dauðfegnir og það var bara eins og ekkert af þessu hefði gerst. Í draumnum hugsaði ég "þarf virkilega stríð til að koma á friði?" og í þessu tilviki tókst það. Það væri alger draumur ef þessi draumur rættist.
1 ummæli:
heyrðu þetta er ótrúlegt! mig dreymdi fyrir svolitlu síðan að ég væri í sundi og í heita pottinum var enginn annar en saddam hussein sjálfur (í gamaldags kallasundbol!). allt í einu varð allt krökkt af sérsveitarmönnum með byssur og SH var handtekinn á staðnum. Svo dreymdi Hildi Eddu að hún hitti Osama bin Laden í sundi. Við verðum greinilega að láta ráða þessa drauma!!:)
Skrifa ummæli