mánudagur, apríl 04, 2005

Reglur

Ástralir eru mjög hrifnir af lögum og reglum og fara ávalt eftir þeim. Hér er náttúrulega harðbannað að drekka áfengi á almannafæri og þeir virðast fylgja þeirri reglu mjög vel. Þannig að ef ég segist hafa setið á ströndinni og drukkið öl þá er ég að plata. Mikið var nú ljúft að vera á Spáni og Portúgal. Já, og svo er náttúrulega víðast hvar bannað að reykja, til dæmis á ströndinni, enda reykir enginn þar. Ég er náttúrulega ánægð með að það sé bannað að reykja en mér fannst þetta samt merkilegt fyrst...að jafnvel á börum og diskótekum eru reykfrí svæði. Til að komast inn á skemmtistað þarf maður alltaf að sýna skilríki, og það verður að vera vegabréf eða ökuskírteini. Ég er ekkert hrifin af því að djamma með vegabréfið en um daginn varð Gummi að fara heim að sækja ökuskírteinið því hann var bara með debetkort og stúdentakort og þeir taka slíkt ekki gilt. Einnig er bannað að vera ölvaður á barnum. Við sátum í rólegheitum og sötruðum öl með þremur íslenskum strákum sem eru hér á bakpokaferðalagi í fyrradag og urðum vitni að því hvernig verðirnir gengu um og bönkuðu í öxlina á mörgum gestum og báðu þá um að hypja sig. Fólk er greinilega vant þessu, flestir bara kinka kolli og arka út með samviskubit yfir að vera of fullir...hvort sem þeir eru það eða ekki. Sex lögreglumenn komu líka inn á staðinn og könnuðu þar allar hæðir og króka. Kannski er þetta svona víða en ég á erfitt með að venjast þessu. Bannað að vera prakkari í Ástralíu!

3 ummæli:

Inga sagði...

Er það ekki hrikalega lélegur bissness að reka bar þarna í Ástralínunni ef fólki er bannað með lögum að verða fullt??????

Hildur sagði...

Úff... ég yrði gerð brottræk í Ástralíu sýnist mér

Katrín Dögg sagði...

tja.. það eru greinilega víðar en í Bandaríkjunum furðulegar reglur um allt og ekkert !!

Skemmtu þér vel í útlandinu "frænka"

Hilsen,
Katrín Dögg