miðvikudagur, apríl 20, 2005

Fegurð

Vorið er tími...fegurðarsamkeppna. Í flestum krummaskuðum og hornum landsins er keppt í þessari grein á vorin og þykir mér þetta alltaf jafnmerkilegt. Í ár var ég næstum því búin að gleyma þessu því ég er stödd hinum megin á hnettinum en Dagný saumóvinkona var eitthvað að ræða þetta á sinni síðu þannig að ég freistaðist til að kíkja á heimasíðu keppninnar og tjekka á gripunum, skoða úrvalið. Ég á vinkonur sem hafa keppt í fegurðarsamkeppni og ég vona að þær móðgist ekki, auðvitað gerir fólk þetta á sínum forsendum og ég efast ekki um þær lærðu margt af þátttökunni og eignuðust nýjar vinkonur. Ég er ekki dæma keppniskonurnar sjálfar, bara hugmyndina sem slíka. Það eru haldnar ótal fyrirsætukeppnir sem mér finnst eiga fullkomnlega rétt á sér því það er atvinnugrein (fyrirsætubransinn) og því finnst mér ekki þörf á fegurðarsamkeppni, af hverju taka þær (og þeir) ekki bara þátt í fyrirsætukeppnum? Af hverju er keppt í því að vera fallegastur árið 2005? Mér finnst asnalegt að ná bronsi í fegurð. Fá þær kannski ekki medalíur? hehehe:) Nú jæja, ég ákvað að rétt kíkja á keppniskonurnar í Ungfrú Reykjavík og las stutt viðtal við Steinson junior sem ég man ekki í augnablikinu hvað heitir fullu nafni. Þar er hún spurð af hverju hún taki þátt í þessari keppni og hún svaraði "til að heiðra minningu ömmu minnar". Þá spyr ég, hvað ef hún væri ljót? Hvernig hefði hún þá heiðrað minningu ömmu sinnar? En hún vann þannig að hún heiðraði ömmu vel með fegurð sinni, veit ekki alveg hvernig maður orðar þetta einu sinni. Blessuð sé minning hennar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svo er þetta ekki einu sinni alvöru keppni í fegurð því að í nokkra mánuði á undan keppast allar við að verða öðruvísi en þær í raun og veru eru..

Finnst að keppendur ættu bara að mæta til keppni eins og þær eru natural!

Hulda

Hildur sagði...

Það vill svo til að allar stelpur alast ennþá upp við að það að verða prinsessur og skara fram úr í fegurð er æðsta takmark hverrar konu, plús það að ná í draumaprinsinn. Og það er víst líka alveg sama hvað við tökum okkur fyrir hendur í lífinu, allt mun standa og falla með útlitinu og því að vera nógu þæg og passíf. O svei.

Annars er ég fyrrverandi ungfrú Stöðvarfjörður og tók þátt í Ungfrú Persónuleiki og þar vann ég titilinn "Vinsælasta stúlkan"