miðvikudagur, apríl 27, 2005
Draumar og dömubindi
Dagarnir koma og fara, ég sit og læri, ef ekki þá stari ég bara út um gluggann á flugumferðina. Ég elska þetta útsýni. Emiliana og Fishermans´woman sjá um að dagurinn í dag hljómi betur. Mig dreymdi í nótt að ég var á fæðingardeildinni (eða álíka stað) nema hvað, börnin voru geymd í vatnstönkum og undu sér vel. Þetta var svona Matrix þema í drauminum. Ég fékk að skoða litlu krúttin, taka þau upp úr tankinum og dást að þeim, þau voru pínulítil, eins og ungar og nokkur kúkuðu í lófann á mér. Mér fannst það ógeðfellt. Þegar leið á drauminn fór ég í barnafatabúð að velja afmælisgjöf handa Steingrími mínum sem verður eins árs í maí. Þetta var eini eðlilegi hluti draumsins. Hvað er Ástralía að gera mér? Hina dreymnu tótlu er farið að dreyma enn bilaðri drauma en áður, og voru þeir nógu klikkaðir fyrir. Það er ekki svefnfriður fyrir þessum ósjálfráðu hugsunum mínum þegar ég sef. Og ofan á allt saman þá selja þeir ekki Always dömubindi hérna! Fyrstu dömubindin sem ég keypti voru svo þykk að ég vaggaði eins og gæs, þetta minnti bara á gömlu Sjafnarbindin heima. Össs.
4 ummæli:
ég hata dömubindi.... sama í hvaða landi þau eru.......
;)
kv.dísa skvísa
ahaha.. ég lenti í þessu sama með dömubindin hérna í USA.. fann loksins þunn og fín frá Stayfree, held að það sé sami framleiðandi og Carefree heima...
Hulda
Hahaha voru þau svo þykk að þú vaggaðir eins og gæs? Snilldar samlíking.
Kannski gætirðu allt eins pantað þér fullorðinsbleyjur á netinu!
já dömubindi eru djöfulleg oft á tíðum. Hildur fannst þér samlíkingin mín góð? frábært, ég þorði ekki að skrifa "eins og rasshaltur hommi" en Daði eðlisfræðikennari í MR hefði sagt það, hahaha
Skrifa ummæli