miðvikudagur, apríl 13, 2005
Britney er bomm...
...og bara allt að gerast. Það er lítið slúður að frétta héðan, Kylie er jú með eitthvað show sem maður ætti náttúrulega að fara á verandi í Kylielandi en mér finnst hún samt stundum svo kjánaleg eitthvað, þó þa væri náttúrulega gaman að sjá sýninguna. Nicole Kidman býr í Sydney en ég er ekki búin að lókeita hana nánar, veit bara að hún var á ströndinni sem við förum á um daginn (ég sá hana reyndar hvergi) og er bara voða happy. Kannski maður rekist á kerlu einhvern daginn. Man ekki eftir fleiri áströlskum stjörnum í bili. Ég sá líka á mbl að Mel Gibson er að pæla í að gera kvikmynd um ævi páfans. Er Mel með einhvern sérstakan samning við hann/hana þarna uppi? Hann er allur í þessu núna, sem er bara fínt, kannski er þetta svona þema hjá honum. Ok, fleira var það ekki í slúðurfréttum. Annars kom það í ljós í síðustu færslu að mig dreymdi að ég var í sundi og Íraksstríði lauk, Herdísi dreymdi að hún var í pottunum og hitti Saddam Hussein í hallærislegum karlasundbol og Hildur Edda rakst á Osama í laugunum í sínum draumi! Magnað, hefur einhver rekist á Bush? Munið bara að frussa smá vatni framan í hann þá. Epli og pera, vaxa á trjánum, þegar þau þroskast þá detta þau niiiiður!
3 ummæli:
Hefurðu ekkert rekist á Heath Ledger og ljóskuna úr The Ring?? eru þau ekki Áströlsk?? nú og hvað með Russel Crow.. er hann ekkert búinn að bjóða þér í kaffi! Heyrðu heyrðu .. þú HLÝTUR að vera búin að heimsækja Ramsey street!!!!
Naomi Watts, ljóskan sem þú talar um var hérna um daginn á frumsýningu Russel hefur ekkert látið sjá sig, veit ekki um Heat, fyrrverandi höbbían hennar Naomí og ramsay street er í Melbourne, fer þangað seinna:)
Ósama talaði einmitt íslensku í draumnum mínum. Magnað
En varðandi Kylie þá finnst mér hún ofmetnasta söngkona allra tíma. Skárri var hún á sínum tíma í neibörs sem stelpan með brúnu tennurnar.
Skrifa ummæli