sunnudagur, febrúar 06, 2005
TAKK
Ég er nú soddan flökkukind í mér og frekar vön því að kveðja Frón. Ætlaði nú ekkert að vera mikið að gera úr þessu, en bauð nokkrum myndarlegum dömum í kökuboð á fimmtudaginn, aðallega af því að mér finnst svo gaman að halda boð, og hafði í raun planað að gera svo á afmælinu mínu, þannig að þetta átti ekki að vera dramatísk kveðjuveisla. Ég tók það líka fram og var með yfirlýsingar um það að ég væri ekki mikið fyrir svona kveðjustundir, enda verð ég komin heim aftur eftir bara 1 1/2 ár. Uppáhalds systir mín skipulagði hins vegar óvænta kveðjuveislu fyrir okkur Gumma, sem var náttúrulega toppurinn, því þar náði ég að hitta svo marga vini mína í kveðjupartýi og það er ekkert drama í því. Nánari lýsing er hér.
1 ummæli:
Hæ hæ
Vildi bara skella kveðju til ykkar!
Skemmtið ykkur bara rosalega vel og gangi ykkur vel þarna í Ástralíu. Getur ekki annað en orðið gaman hjá ykkur :o) Við eigum eftir að fylgjast með ykkur í gegnum bloggið ;o)
Kveðja
Tobba
Skrifa ummæli