laugardagur, október 30, 2004
Vér fögnum...
...hér á tótlutjattinu þar sem tótlan hefur nú eignast sína fyrstu kjöltutölvu, (eða mun eignast örlítið í henni mánaðarlega í tvö ár eða svo, ehhh). Jamms, stúlkan er komin með eitt stykki powerbook í kjöltuna sem mun ylja henni í fjarveru Gumma:) Mágurinn á þakkir skilið fyrir ráðleggingar sínar og mikla aðstoð en maðurinn hefur endalausa þolinmæði til að sýna mér og kenna mér á gripinn. Ég er sem sagt orðin makkari.
Aðrar fréttir eru þær að ég fór á HrekkjaVÖKU í gær og lýsi hér með yfir frati á afsakanir fólks sem mætir ekki í búning á svona samkomur. Til að gera langa sögu styttri þá hafði ég þónokkuð fyrir því að finna búning í gær og það tókst á endanum með aðstoð Óla bróður. Mér finnst ástæðulaust til að vera eitthvað að draga úr sannleikanum og vera með hógværð...ég var óóógeððslega flott (finnst mér). Ég var Týróli, með kúabjöllu um hálsinn og alles en þegar ég mætti í partí til Heiðdísar var ENGINN í galla! Hversu frábært getur það verið? Jú, Boggi snillingur var reyndar með frábæra "Bush" grímu (very scary). Það var mjög gaman á Pravda og ég drakk frían Vökubjór og dansaði fullt. Reyndi að halda mig nálægt Bryndísi sem var líka í búning, var samt spurð einu sinni hvort ég hefði á Októberfesti:)
5 ummæli:
Áiii! Þetta er svona Bridget Jones moment. En þú hefur pottþétt verið mjög sætur týróli.
Velkomin í makka-heiminn!!! Ég fékk mér iBook um daginn og það svoleiðis rignir yfir mig hrósum í skólanum, maður verður bara aðalgellan á svæðinu með svona makka!
Hvar eru svo myndir af gallanum?
Ja, sorry, Arni var reyndar frabaer klaedskeri og a skilid hros:) myndir segidi, eg skal athuga tad mal, kannski hun Heiddis Halal geti bjargad mer tar. Er reyndar i London nuna, asnalegt lyklabord, ciao
Mér líst vel á þig gella, macci er málið í dag! Ibook-in mín hefur aldrei bilað...7, 9, 13.... á meðan aðrir sem ég þekki sem eiga pc eru alltaf með þær í viðgerð..heheeh. Knús frá okkur Katrínu Önnu.
Skrifa ummæli