miðvikudagur, október 27, 2004
það er svo leiðinlegt að...
setja lokið á hraðsuðuketilinn! fyndið hvað svona ómerkileg atriði geta farið í taugarnar á manni. Svo er líka leiðinlegt að ganga frá eftir matinn, en gaman að elda. Frekar oft sem eitthvað leiðinlegt fylgir einhverju skemmtilegu, til dæmis, gaman að ferðast en leiðinlegt að pakka og sitja í flugvél! æææ, þetta er frekar skrýtnar pælingar. Mér finnst samt allir svo duglegir að ferðast núna, til dæmis hefur mín nánasta fjölskylda bara núna í október náð að fara til USA, Stokkhólms, Spánar, Portúgal, Kýpur og London núna í október (ekki öll á alla staði og fjölskyldan er stór). Því miður er það ekki af því að við unnum öll í lottói, þetta meira hittist bara svona á. Dögg vinkona er víst að fara til Kraká í Póllandi á morgun, það er kúl! Það er nefnilega ekkert kúl lengur við að fara til Kaupmannahafnar eða London. Mitt næsta ferðalag verður til London einmitt, í næstu viku en ég reyndar neyðist til að fara í þetta skiptið því ég er að fara í próf þar. Aldís mín ætlar að hýsa mig þar og er löngukominn tími á þá endurfundi. Spurning um að gera súkkulaðibúning, hlusta á Blur, og gera símaat í Damon Albarn, þá er þetta bara alveg eins og i den, hehehe:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli