sunnudagur, október 17, 2004
Prinsinn floginn
Þá er maður laus við kærastann aftur, skutlaði honum á flugvöllinn í dag og er þegar farin að sakna hans. Þetta er reyndar í góðu lagi því ég er að passa Birgi frænda þessa vikuna og hef nóg að gera í skólanum og öllu þessu. Þarf reyndar að setja í fluggírinn í skólanum núna. Ég virðist eiga erfitt með að einbeita mér að honum þessa dagana. Mér finnst bara svo erfitt þegar dagarnir eru svona slitnir, þ.e. að setjast við lesturinn þegar ég þarf að mæta hér og þar klukkan hitt og þetta. Efst á óskalistanum mínum er heil vika með engin plön, nema þá helst fyrst á morgnanna eða seinnipartinn svo ég geti bara gleymt mér inná safni lengi í einu. Nei nú lýg ég, efst á óskalistanum er að vinna í lottó en svo væri hitt fínt....bara ekki jafnfínt og að vinna í lottó.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli