Mig vantar eitthvað svona tómstundarfag (fyrir utan að læra spænsku í háskólanum sem sumir kalla tómstundir...hrmhppp, nei og ég er ekki bitur). Ég hef reyndar meira en nóg að gera en þegar ég var yngri var ég alltaf í allskonar einhverju; skíði, skák, leiklist, píanó... Þannig að ég var að spá hvort maður ætti að byrja aftur. Ég trúi enn að ég búi yfir einhverjum einstökum hæfileikum á einhverju sviði en ég á bara enn eftir að komast að því hvað það er. Ætti ég að skrá mig í ballet?
6 ummæli:
Jæja Tótlan mín, alveg á kafi í dagdraumunum núna? Þar sem þú getur ekki staðið á "einari" þó þú fengir milljón fyrir, myndi ég bara sleppa balletæfingum. Það er nefnilega ekki mikið um jafnfætisæfingar þar, meira svona jafnVÆGIS.
Hvað með bridds???
luv, ABB
Ekki hlusta á raddir þess efnis að spænskunám sé bara tómstundir. Ef þú gerðir það værirðu bara að gera lítið úr sjálfri þér.
Ég mæli með að þú skellir þér í skák eða jóga. Þú finnur innri frið í jóga og kemst í snertingu við nördið innra með þér í skák.
Hvað með botsja (veit ekki hvernig það er skrifað, boccia kannski)??
En skylmingar eða prjónaskapur (græðir reglulega flík)?
Arndís
Rop!
Mér finnst að éta hamborgara eigi að vera hobbý!
Kv.
Heiðdís Hnalla
Já um daginn fékk ég á heilann að læra punjabi. Það finnst mér stórsniðugt og vert að íhuga, líka fyrir þig!
Annars er þetta alveg fáránlegt, ég eiginlega bara sakna þín dálítið!
Vonandi er allt gott að frétta af þér. Það gleður þig áreiðanlega að vita að ég er orðin mun áhugasamari um stúdentapólitíkina í kjölfar alls þess sem Háskólinn er að gera til að gera landsmönnum lífið leitt.
Annars er allt ágætt að frétta af mér. Er hætt að borða corny, er í megrun. Um daginn var ég samt nærri búin að freistast :-)
kveðja
María
Skrifa ummæli