mánudagur, október 04, 2004
Haustið
Nú er komið haust og það fer ekkert á milli mála. Veðrið er ömurlegt, allir komnir á skrilljón í skólanum, Alþingi var sett fyrir helgi (með tilheyrandi kvabbi) og svo er veðrið alveg öööömurlegt ef ég hef ekki nefnt það áður. Þetta er samt allt í besta lagi þar sem haustinu fylgja líka svo margir góðir hlutir... til dæmis var Októberfest á föstudaginn sem vakti mikla lukku (ég hélt þó til í húsakynnum Palla verðandi flugþjóns í miðausturlöndum...) og svo er svo mikið um að vera í félagslífinu, og svo fer mútta eða systa vonandi að taka slátur og svo á ég svo óóógeðslega flottar og þægilegar buxur sem ég keypti í Lissabon. Ég er nefnilega mjög háð því að vera í afar þægilegum fötum sem ég finn helst ekki fyrir og kýs þá helst bara bikiní í heitu landi, maður finnur nú ekki mikið fyrir bikiníinu. En það er víst ekki hægt á Íslandi þannig að ég freistast ansi oft til að fara í gömlum joggingfötum í skólann, helst bara málningargallanum. En eftir að ég fékk mér flottu buxurnar er ég bæði frjáls og flott. Dóhhh, þetta er ömurlegt blogg, ég ætla að halda áfram að gera eitthvað gáfulegra.
3 ummæli:
Mér finnst þetta fínt blogg. Svo er ég sammála þér um fatnaðinn. Það er svo gott að vera í fötum sem maður finnur ekki fyrir, fótalöguðum skór, of stórum buxum og tjaldi í stað bolar.
"Frjáls og flott" .. þetta er efni í hina fínustu dömubindaauglýsingu!
já það var svona eiginlega pælingin Inga, að hljóma eins og klisukennd dömubindaauglýsing. Er ekki "frelsi" líka aðaltískuorð okkar kynslóðar? hehehe
Skrifa ummæli